Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 10
Nokkru fyrir norðan Leirhöfn er Vatnsendi á Melrakkasléttu. Þar hefur Árni G. Pétursson, fyrrv. hlunnindaráðunautur Búnaðarfélags íslands aðsetur sumarlangt. Þú hefur gegnt ýmsum félagsmálastörfum hér í sveit og sýslu. Viltu segja nér frá þeim? Ég hef verið formaður búnaðar- sambands sýslunnar í tvö ár og tók þar við af Eggerti Ólafssyni í Lax- árdal. Hafið þið staðið í að úthluta fullvirðisrétti ? Það er varla ennþá. Við höfum aðeins þurft að úthluta fullvirðis- rétti til mjólkurframleiðslu, en það eru ekki nema fimm býli í sýslunni sem selja mjólk, tvö á öðru búmarkssvæðinu, í Keldu- hverfi, og þrjú í hinu, við Þistil- fjörð, þannig að það hefur verið létt verk. Núna á búnaðarsambandið að úthluta þremur prósentum af fullvirðisrétti til kindakjötsfram- leiðslu og það liggur fyrir að gera það með haustinu. Á Þórshöfn er mjólkursamlag sem fær mjólk frá aðeins þremur býlum. Er því lífvænt ? Því get ég ekki svarað. Það hefur gengið frekar erfiðlega að reka það fjárhagslega en einhvers stað- ar frá þurfa Þórshafnarbúar að fá mjólk og ég veit ekki hvort það er hagkvæmara að flytja hana frá Húsavík eða Vopnafirði heldur en að framleiða hana heimafyrir. Það hefur einn maður starfað við mót- töku og meðferð mjólkurinnar. Sú mjólk sem hefur ekki verið seld beint hefur verið skilin og smjörið sent til Osta- og smjörsölunnar til pökkunar. Hvemig hefur þróunin verið í búskap í sýslunni? Þróunin hefur verið niðurávið. Byggðum býlum hefur fækkað mjög mikið síðustu áratugi og t.d. stór hluti Sléttunnar hefur farið í eyði, hluti Langanessins og grisjun í öðrum sveitum þó að það sé hlutfallslega minna. Núna horfir illa í Kelduhverfi. Þar var skorið niður haustið 1986 þar sem vitað var um riðuveiki og manni finnst vera alltof dauft hljóð í bændum sem lóguðu sínu fé að byrja aftur. Þetta svæði er þekkt fyrir hlunnindi. Er möguleiki þar til aukinna umsvifa? Ég held að í höfuðatriðum séu hlunnindin nýtt eins og þau gefa kost á. Það er reki, æðarvarp og silungsveiði í mörgum vötnum á svæðinu og lax í nokkrum ám. Selveiðihlunnindi voru á stöku jörð en eru nú verðlaus. Auk þess hefur selur horfið vegna umferðar á sjó. Hér undir Snartarstaðarnúp voru látur en þaðan er selur horf- inn. Vegna aukinnar útgerðar á Kópaskeri hefur selurinn hætt að kæpa þar og Iíklega flutt sig í Jökulsárósa. Er ekld möguleild á að auka hér æðarvarp? Varpið hefur gengið í bylgjum. Sums staðar hefur það dregist saman en annars staðar, t.d. í Höskuldarnesi, hefur það aukist. Ef þú mættir horfa 5—10 ár fram í tímann. Óttast þú þá um enn meiri samdrátt eða heldur þú að Oddsstaðir á Melrakkasléttu hafa verið í eyðifrá því um 1960 en íbúðarhúsinu erhaldið við og það notað sem sumarhús. 858 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.