Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 11
jafnvægi sé náð og uppgangur að hefjast? Ef ekki rýmkast um fyrir sauðfjárræktinni er ég hræddur um að búsetu hér eigi eftir að hnigna enn. Yngri mennirnir sætta sig illa við þau mörk sem þeim eru sett núna í þessari búgrein og telja sig ekki geta lifað við þann kost. Það er mjög einhæfur búskapur hér. Hann stendur og fellur með sauðfjárrækt. Hlunnindin fylgja jörðunum og margar hlunnindajarðir eru komnar í eyði og nýtast þá ekki þeim sem áfram búa, heldur eru í umráðarétti fólks sem býr fjarri. Mér finnst einhvern veginn að þeir sem nú eru farnir að reskjast og þyrftu að fara að draga saman búskapinn að þeir sjái margir ekki hverjir taka við af þeim. Sveitinar eru þó afar missettar með aldur bænda. í Öxarfirði og Núpasveit er t.d. margt ungra manna og í hluta af Þistilfirði. Á Langanesi eru bændur heldur ekki gamlir. Á Sléttunni eru aftur yfirleitt rosknir bændur. Hvemig er þjónusta hér á vegi stödd? Samgöngur hafa stórbatnað á seinni árum, bæði á landi og í lofti, en að vísu er hnignun í sam- göngum á sjó þar sem ekki hefur tekist að gera höfnina á Kópaskeri færa fyrir strandferðaskip. Læknaþjónusta var lengi stopul en er núna góð með lækni með fasta búsetu á Kópaskeri. Auk þess er læknir bæði á Þórshöfn og Raufarhöfn. Félagslíf almennt er mikið og meira en fólk kemst yfir að sinna. M.E. Framleiðsluráð landbúnaðarins auglýsir Með tilvísun til 10. greinar reglugerðar nr. 445/1986 um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlags- árið 1987/1988 skulu þeir framleiðendur, sem ætla að geyma framleiðslurétt vegna slátrunar á tímabilinu frá 10. nóv. nk. - maíloka 1988 tilkynna til framleiðsluráðs fyrir 20. nóv. nk. fyrirætlanir sínar um það efni. Framleiðsluráð landbúnaðarins Byggð í dreifbýli og sala kindakjöts. Frh. af bls. 855. Þessi byggðalög, sem standa og falla með sauðfjárrækt, lifa síðan í órofa sambandi við nálæga þéttbýlisstaði sem veita sveitunum þjónustu og taka við afurðum þeirra til úr- vinnslu. Tilvera þessara þéttbýlisstaða er verulega háð því að landbúnaður sé stundaður í nálægum sveitum. Hér má heldur ekki gleyma þeim kostnaði sem fylgir því að byggja upp húsnæði og opinbera þjónustu þeirra, sem bregða búi,á nýjum stöðum. í síðasta Fréttabréfi Stéttarsambands bænda, 7. tölublaði, 3. árgangs, september 1987, er á bls. 1 rætt um kaup og leigu á fullvirðisrétti til kindakjötsframleiðslu. Þar segir: „Jafnframt er brýnt að bændur og aðrir þeir sem stjórna afurðarsölumálum leiti nú allra leiða til að stöðva samdrátt í sölu kinda- kjöts“. Þó að hér hafi verið bent á samhengi niðurgreiðslna og sölu kindakjöts er ástæða til að undirstrika að einnig er unnt að halda verði þess niðri með lækkun framleiðslu- kostnaðar. Að því verður að vinna öllum árum auk annarra tiltækra leiða. Má þar nefna að ástæða er til að kanna möguleika á að svæðum þar sem búseta er í hættu, verði hjálpað sérstaklega til að halda uppi mannlífi og nýtingu annarra náttúrugæða. Um þessar mundir er það stefna hins opin- bera að framleiðsluatvinnuvegirnir standi á eigin fótum án stuðnings frá ríkisvaldinu. Hér þarf þó að hafa í huga að hlutverk sauðfjár- ræktarinnar eru tvenn svo lengi sem önnur eða aðrar atvinnugreinar leysa hana ekki af hólmi sem útvörð byggðar. Meðan stjórn- málamenn og flokkar þeirra lýsa yfir þeirri stefnu sinni að viðhalda byggð í landinu, verða þeir að beita þeim ráðum sem duga til að framfylgja henni. Þeir vita hvað þeir eru að gera. M.E. Freyr 859

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.