Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 13
Sauðfé fer fœkkandi og dregið hefur úr beitarálagi síðustu árin. (Ljósm. Jónas Jónsson). þeir bændur og hestamenn sem óttast sinumyndun og viðurkenna aldrei ofbeit, a.m.k. ekki á eigin iandi. Ég tel fráleitt að láta mál- flutning slíkra jaðarhópa ráða ferðinni því að hann er í senn óraunhæfur og skaðlegur öllum skynsamlegum úrbótum. Við skulum gagnrýna það sem miður fer en gera það með þekkingu og sanngirni að leiðarljósi. Eftir að hafa unnið við leiðbeiningar um beit í réttan ára- tug tel ég mig geta fullyrt að skilningur og áhugi meðal bænda á gróðurvernd fer vaxandi og yfir- gnæfandi meirihluti þeirra verð- skuldar málefnanlegar umræður um beitarnýtingu. Skemmst er að minnast jákvæðra viðhorfa í ályktunum frá aðalfundi Stéttar- sambands bænda sem haldin var á Eiðum í byrjun þessa mánaðar. í öllum stéttum og hópum er mis- jafn sauður í mörgu fé. Astand gróðurlenda er afar breytilegt, jafnvel innan hverrar sveitar, og bændur fella sig ekki við alhæfing- ar og sleggjudóma um heilar sýsl- ur eða landshluta. Þeim sárnar þegar fjölmiðlarnir eru að hampa harðlínumönnum sem ekki virða samþykktir meirihlutans um gróð- urverndaraðgerðir því að víða um land hafa hreppsnefndir og upp- rekstrarfélög beitt sér fyrir marg- víslegum umbótum í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Búnaðar- félag íslands. Má þar m.a. nefna seinkun upprekstrar á vorin, bætta dreifingu fjár um afrétti, breyttan gangnatíma á haustin, takmarkanir eða algert bann gegn afréttarbeit hrossa og uppgræðslu á gróðursnauðu eða örfoka landi. Á nokkrum stöðum hefur verið gerð ítala, oftast að frumkvæði bænda sjálfra. En víkjum nánar að beitinni og áhrifum hennar því að mér finnst allt of lítill greinarmunur gerður á hóflegri beit og ofbeit. Hófleg beit Beitin er býsna flókið mál, en margir telja sig þó sérfróða í þeim efnum og ýmsar bábiljur eru á kreiki í hita umræðna. Þótt beit hafi áhrif á gróðurfar og geri það að jafnaði einhæfara er hægt að viðhalda býsna fjölbreyttum gróðri á hóflega beittu landi. Það er ofbeitin sem er skaðleg og getur átt þátt í gróður- og jarðvegs- eyðingu, einkum þegar gróður- skilyrði eru skert stórlega, t.d. vegna langvarandi kulda eða þurrka. Sums staðar sjáum við greinileg merki ofbeitar, t.d. við sumar afréttargirðingarnar og í nauðbeittum hrossahólfum. Beit- artilraunir sýna einnig glögglega hvað gerist við beit og vek ég sérstaklega athygli á sauðfjár- beitartilraun við Sandá á Auð- kúluheiði í Austur-Húnavatns- sýslu sem hefur nú staðið á annan áratug. I ofbeitta hólfinu er gróð- urfar einhæft, hvergi sést víðir, fjalldrapinn er ósköp rýr, lyngið er vesælt, mosinn er troðinn og annar gróður að mestu uppurinn á haustnóttum. Á hóflega beitta hólfinu, og enn frekar á því létt- beitta, er komin veruleg gróska í víðinn, fjalldrapinn dafnar vel, á lynginu jjroskast ber og mikið af uppskeru grasa og blómjurta er ósnert á haustnóttum. Lítill mun- ur er á léttbeitta hólfinu og hólf- um sem hafa verið friðuð um margra ára skeið. Við vitum líka að hægt er að græða upp örfoka eða gróðursnautt land með áburði og grasfræi þótt það sé beitt hóf- lega, en melgresi og lúpína eru viðkvæmari fyrir beit. Minnkandi beitarálag Þótt sauðfé og hross nýti meiri hluta úthagabeitarinnar munar töluvert um hreindýrabeit og Freyr 861

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.