Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 17
Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað Hugmyndasamkeppni Land- búnaðarsýningarinnar BÚ ’87 og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í tilefni af Landbúnaðarsýningunni BÚ '87 var efnt til hugmyndasamkeppni um atvinnustarfsemi í sveitum. í dómnefnd sátu Agústa Porkelsdóttir Refsstað, formaður; Leifur Kr. Jóhannesson forstöðumaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Sigurður Guðmundsson forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar. Freyr fór þess á leit við Ágústu Porkelsdóttur að segja frá verðlaunahugmyndunum og varð hún góðfúslega við því. Ágústa Þorkelsdóttir. 1. verðlaun: Gestastofa. Höfundur: Vil- hjálmur Einarsson. Hugmyndin er mjög vel unnin af hálfu höfundar. Nær fullbúnar teikningar og kostnaðaráætlun þannig úr garði gerð að þegar er unnt að hefjast handa við fram- kvæmdir. Höfundur hefur hugsað sér að eigendur gestastofa bindist sam- tökum og rekin verði sameiginleg bókunarþjónusta. Ekkert er því til fyrirstöðu að slíkt verði innan ramma Ferðaþjónustu bænda, enda líklegt að þeir bændur sem þegar reka þjónustu við ferða- menn verði fyrstir til að nýta sér þessa hugmynd. Aðrir bændur sem hafa ekki til þessa séð sér fært að taka fólk í heimagistingu eða reisa stærri, fjárfrekari og þjón- ustufrekari byggingar gætu svo bæst í hópinn, sem eins konar hliðargrein eða annar valkostur innan ferðaþjónustunnar. Höfundur hugsar sér gestastof- ur staðiaðar, enda má með því lækka byggingarkostnað. Hann hugsar sér Gestastofu selda í „ein- um pakka“, ósamansetta og óupp- setta. Skapaðist þar ágætis vinna fyrir verkstæði víða um land að efna niður í slíkan pakka á þeim tímum árs sem ládeyða er í at- Gestastofa eftir hugmynd Vilhjálms Einarssonar. Freyr865

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.