Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 18
Frá verðlaunaafhendingunni, taldir frá vinstri: Leifur Kr. Jóhannesson, Vilhjálmur Einarsson, Ágústa Porkelsdóttir, Ólöf Kristófersdóttir og Sigurður Guðmundsson. vinnu, t.d. yfir vetrartímann. Bændur gætu síðan sjálfir séð um uppsetningu eða keypt slíka vinnu af þeim þjóðhagasmiðum sem finnast í öllum sveitum. Með því móti mætti auka vinnu og tekjur fólks í sveitum, jafnt við smíði sem rekstur „Gestastofu“. Einnig mætti vel hugsa sér að burtfluttir sveitamenn vildu kaupa sér gestastofupakka og reisa sér slíkt hús á gamla kvíabólinu heima í heiðardalnum, til skemmri dval- ar þegar sviði kemur í átthaga- taugarnar. Ef Ferðaþjónusta bænda tekur þessa hugmynd ekki inn í rekstur- inn má hugsa sér að búnaðarsam- böndin veittu bændum lið og hryntu gestastofuhugmyndinni í framkvæmd. 2. verðlaun: Bókhaldsþjónusta og tölvuvinnsla. Höfundur: Guð- mundur Guð- mundsson, Blika- stöðum. Höfundur bendir á nýjung sem 866 Freyr breyttir tímar hafa gert sveitafólki kleift að nýta sér, þ.e. ýmiss konar gagnavinnslu fyrir bókhaldsskrif- stofur og stærri fyrirtæki. Slíka atvinnu er hægt að stunda nánast hvar sem er á landinu, tól og tæki ekki mjög kostnaðarsöm og sér- hæfni sem tii þarf fljótlegt að tileinka sér. í flestum byggðakjörnum þar sem búa 1000 manns eða fleiri eru rekin fyrirtæki sem þurfa að kaupa slíka þjónustu og því mark- aður þónokkur nú þegar og ljóst er að hann á eftir að vaxa. í stærri byggðarlögum má hugsa sé mið- stöð sem miðlaði slíkri vinnu til sveitanna, en í smærri byggðar- lögum gæti hver starfsmaður verið í beinu sambandi við þann aðila sem kaupir þjónustuna. Vélritunarkunnátta og undir- staða í bókhaldsþekkingu er að verða liður í námi grunnskólanna, þannig að allir þeir sem á næstu árum setjast að búi í sveitum hafa þá hæfni sem þarf til að stunda þessa vinnu. Atvinnu þessa á að vera auðvelt að laga að almennum bústörfum, í það minnsta meðan ekki er hægt að stækka búin svo að þau skapi öllum lífvænlegt framfæri. 3. verðlaun: Sveitasamstæða — sumarskóli. Höfundur: Ólöf Kristófersdóttir Útgörðum. Hugmyndina um „sveitasam- stæðu, sumarskóla fyrir útlend- inga“ völdu dómnefndarmenn vegna þess ekki síst að hún höfðar til þeirrar menningar sem við telj- um ennþá þrífast í sveitum. Ef hugmyndin kemst í fram- kvæmd, má allt eins hugsa sér slíka fræðslustarfsemi rekna fyrir íslendinga. Mjög áhugavert samstarf gæti með þessu kviknað milli fræði- manna og kennara og sveitafólks sem tæki nemendur í fæði og hús- næði. Pessa starfsemi mætti setja undir Ferðaþjónustu bænda og/ eða reka í tengslum við þá starf- semi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.