Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 21
Bœndaskógur í Geitagerði í Fljótsdal. Myndin er frá árinu 1980. (Ljósm. Jónas Jónsson). tækju að skila gagnviði í fuilum mæíi? Ég held að hagfræðilegir útreikningar byggðir á slíkum framtíðarspám verði í besta falli hrein ágiskun, og að illgerlegt sé að taka ákvörðun í dag, byggða á þeim. Auðlindanýting — auðlindastefna En það er til fleiri átta að líta. Við byggjum land okkar með því að nýta auðlindir jDess. Sögu auðlindanýtingar á Islandi þekkj- um við og hana er því óþarfi að tíunda. Hin nýju landbúnaðarvið- horf kalla fram þörf á endurmati á meðferð og umhirðu þeirrar auð- lindar sem landið er. Með hliðsjón af ráðstöfun opinbers fjár sýnist mér að forgangsröð aðgerða (auðlindastefna) gæti verið þessi: 1. Verndun jarðvegs og gróður- moldar (stöðvun jarðvegs- eyðingar). 2. Verndun gróðurs (stöðvun gróðureyðingar). 3. Bæta afrakstur gróðurlendis með arð í huga. Nokkur tilhneiging hefur verið í þá átt hérlendis, að líta svo á, að landbúnaður sé eitt og skógrækt annað, einkum ef litið er til skipu- lags hinna ýmsu stofnana þessara greina. Framangreind atriði auðlindastefnunnar ættu þó að sýna það glöggt, að landbúnaður og skógrækt eiga nána samleið. Á vettvangi skógræktarmanna hefur mikið verið rætt um mark- mið skógræktar á íslandi upp á síðkastið. Eftir þá umræðu og með hliðsjón af stefnuatriðunum þrem- ur, sem áður voru nefnd, sýnist mega greina skógræktarmarkmið- in þannig: 1. Skógrækt til jarðvegsverndar og landgræðslu. 2. Skógrækt til umhverfisbóta, vegna útivistar og annars yndisauka. 3. Skógrækt til timburfram- leiðslu (viðarnytja). Kvartað hefur verið yfir óljós- um markmiðum skógræktar á ís- landi. Má vel vera að það sé ein skýring á því, hversu hægt skóg- rækt hefur miðað á undanförnum árum, og það þótt töluvert fjár- magn renni til hennar á hverju ári og vænn hópur kunnáttumanna starfi að skógrækt. Nú eru um 20 stöðugildi heimiluð hjá Skógrækt ríkisins. Henni eru ætlaðar 83 millj. kr. skv. fjárlögum 1987, en auk þess hefur verið áætlað að Skógræktarfélag Reykjavíkur og skógræktarfélögin leggi til um 50 millj. kr. á þessu ári (2). Axður af skógum — ekki bara timbur Þegar markmið skógræktar eru skilgreind og samþykkt, er næst að ákveða leiðir að þeim. Á þetta kallar breytingaskeiðið, sem við lifum, ekki aðeins í landbúnaði, heldur líka í öðrum greinum sam- félagsins. Ljóst er að fjölmargir bændur og samtök þeirra eru reiðubúin til virkrar þátttöku í skógrækt. Velflestir bændur skynja frumþýðingu þess að vernda jarðveg og gróður, og sem landeigendur geta þeir á tiltölu- lega fáum árum aukið verðmæti jarða sinna beint og óbeint með skógrækt, til umhverfisbóta (skjólbelti) og útivistar (trjá- lundir). Freyr 869

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.