Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 24
Loðdýrabúið í næsta mánuði, desember Lausleg þýðing á grein eftir Ejner Hedegaard ráðunaut á Fjóni og Suður Jótlandi, sem birtist í Dansk Pelsdyravl nr. 11. 1986. Ejner Hedegaard. Núna í lok nóvember, þegar þetta er lesið, er mikið að gera í loð- dýrabúinu. Verið er að flokka dýr, felda og áfram að hirða ásetn- ingsdýr af vandvirkni. Hið síð- astnefnda er mjög mikilvægt en gleymist oft í öllu annríkinu. Pað er algjör hneisa þegar menn gleyma dýrunum sínum frá og með 10. nóvember vegna alls annars sem gera þarf. Alla jafna er það svartminkurinn sem lendir verst í því vegna þess að hann er síðastur í feld. Ef umhirða dýranna er slök síð- ustu 3—4 vikurnar fyrir feldun, þ.e. búrin skítug, lítið hey í hreiðurkössum og tilviljanakennd fóðrun, er ekki unnt að vænta góðs árangurs. Dýr sem eru í köld- um hreiðurkassa verða grófhærð- ari en þau sem hafa gott hreiður. Allt fer í vitleysu ef dýrin verða vatnslaus. Fóðrið er ennþá súrt og orkuríkt og það þýðir að gera þarf miklar kröfur til brynningar. Mikilvægt er að friður og ró sé á búinu. Dýrin þarf að flokka en muna þarf eftir að forðast að skapa meiri óróa en nauðsyn ber til. Feldurinn þroskast nokkrum dögum fyrr á læðum en högnum og því er eðlilegt að byrja á að farga læðunum. En gangi högn- arnir einir eftir að læðan er tekin frá þeim getur þeim orðið kalt, þeim leiðst og feldþroskinn getur stöðvast. Hversu stórt mál hér á er á ferðu veit ég ekki en séu dýrin almennt komin í feld ráðlegg ég að pelsa jöfnum höndum högna og læður. Fóðrun Mjög mikilvægt er, vegna gæða feldsins, að dýrin haldi átlyst allt til pelsunar. Því er mjög mikilvægt að vanda fóðrunina einnig eftir að pelsun er hafin, þó að það sé stundum erfitt. Hugsið ykkur hvað það er ergilegt að sjá bit í feldinum, sem kom bara þremur dögum fyrir pelsun. Bæði varð- andi fóðursamsetningu og fóðrun er rétt að halda sínu striki, a.m.k. svolítið fram í desember. Mikil breyting verður á fóðrinu um 10. desember. Algengt er að orkan í fóðrinu minnki úr u.þ.b. 170 kcal/100 g í 110 kcal/100 g. Meginhluti þurru efnanna í fóðr- inu hverfur. Hvenær skiptin yfir á vetrarfóðrun eiga sér stað er í mörgum tilvikum tilviljanakennd- ara en önnur fóðurskipti á árinu. Það er því oft erfitt að koma á góðu vinnuskipulagi á búinu fyrr en eftir miðjan desember. Upprööun dýra Setja skal lífdýrin svo fljótt sem auðið er í þau búr sem þeim eru ætluð. Full ástæða er til að aðvara menn alvarlega við rangri notkun á ljósi. Ég veit of lítið um það hvenær hlutirnir fara úr skorðum en þrátt fyrir aðvaranir á hverju ári koma alltaf upp tilvik þar sem pörunin gengur erfiðlega og orsakana er örugglega að leita í ljósnotkun. Skerma skal t.d. af útiljós og ljós í aðstöðuhúsum ef þau ná að skína á húsin. Sé sama birta í öllum búrum í húsinu er óhætt að flytja dýr allan veturinn, en slík hús finnast tæplega. Það er því góð vinnuregla að vera búinn að setja lífdýrin í búr sín fyrir 10. desember. Þetta er vitanlega mikilvægast í lokuðum húsum þar sem birtuskilyrði eru talsvert mis- munandi. Sérstaklega er þetta mikilvægt þegar um er að ræða dýr sem eru aðkeypt. Einhver kann að segja að hann hafi flutt dýr sín mun seinna og það ekki komið að sök. En geta menn verið öruggir um að engin neikvæð áhrif hafi komið fram? Það er þrátt fyrir allt verulegur munur á pörunarvilja frá einu búi til annars og ég er ekki frá því að hluta skýringarinnar sé að finna í því hvenær dýrin eru flutt. Mér er það ljóst að það þarf að þrífa húsin en allt um það er mikilvægt að upp- röðun fari tímanlega fram. Sé ekki hægt að Ijúka við að raða dýrun- um upp um miðjan desember þá sleppið því að þrífa húsin. Megrun lífdýra Þegar dýrunum hefur verið raðað upp þarf að fara að megra þau. Því fyrr sem hægt er að byrja á því, því betra fyrir dýrin. Eigi að standa 872 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.