Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 25
rétt að því þurfa dýrin að hafa mjög góðan aðbúnað — gott hreiður. Eigi læðurnar að vera í stórum kössum er kostur að láta þær hafa gotbotn og skerm (inn- legg). Við þetta verður hreiðrið hæfilega stórt og Iæðurnar verjast betur vetrarkuldanum. Athugið að gott hreiður getur sparað 10— 15% fóðurs yfir veturinn. Það er gott endurgjald, og fóðrunun verður auðveldari. Taka þarf inn- leggin í mars — apríl og þrífa þau — það er nauðsynlegt. A síðustu árum hef ég ráðlagt mönnum að reikna með 150 g af fóðri á dýr á dag. Sé aðbúnaður dýranna góður á þetta að ganga. Sé hins vegar dýrunum kalt þarf að gefa meira frá áramótum. Menn hafa um tvær aðferðir að velja til að megra dýrin. Önnur er að handfóðra, þar sem gefið er í hvert skipti eftir holdafari dýrsins. Hin aðferðin er að nota klemmu (merki). Þá er sett klemma á búr- ið þegar dýrið er komið í rétt hold. Sé dýrið orðið of magurt eru sett- ar tvær klemmur. Setja þarf klemmur minnst einu sinni í viku. Ef þið eruð í vafa þá vigtið nokkur dýr. Eðlilegur þungi læðu er 800— 900 g og högna um 1800 g. Ég þarf ekki að minna menn á að þeir sem ábyrgðarmenn yfir skepnum, eiga að gæta þess að þær svelti ekki í hel né drepist úr kulda, eða að þau séu meðhöndluð á annan þann hátt sem vítavert er. Flokkun Við og við heyrir maður að nýtt kynbótakerfi dugi sem flokkun. Þetta er alrangt, þvert á móti krefst nýtt kerfi góðrar flokkunar, en það þarf ekki að skoða eins mörg dýr. Með gömlu aðferðinni — samanburði — höfum við getað sagt einfaldlega að „okkur líkaði dýrið ekki“. Með nýjum flokkun- araðferðum þarf maður í raun að segja einnig af hverjum manni líkar dýrið ekki, og það er oft erfitt. Forsenda þess að ná settu mark- miði er að þekkja markmiðið, annars fálmar maður í blindni. Þó ekki sé vegna annars, er fínflokk- un svo mikilvæg. Þegar menn fín- flokka neyðast menn til að vinna að markmiðinu, þ.e. að finna bestu lífdýrin á búinu. Ætli menn sér að ná langt er engin undan- komuleið, menn verða í það minnsta að raða högnum eftir gæðum. Slaki menn á þessu á ég erfitt með að sjá af hverju menn eru að flokka. Kannski velja menn röng dýr. Einn möguleiki er að velja hraustustu dýrin í búrun- um og reyna að halda gæðunum með því að kaupa árlega góð dýr (högna) frá bestu búunum. Ég á ekki erfitt með að skilja bændur sem einfaldlega setja röng dýr á. En ég skil ekki bændur sem ár eftir ár eru 20—30 d.kr. undir meðaltalinu án þess að það flögri að þeim að kaupa betri dýr. Stofnsldpti Ótrúlega margir bændur skipta um stofn á þessu ári. Viðkomandi munu hafa óhemju mikið að gera nú í byrjun desember. Það er nefnilega mjög mikilvægt að hreinsa húsin áður en vetur gengur endanlega í garð. Sé möguleiki á að frysta skinnin ættu menn að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráðlegt að geyma fram í janúar að verka síðustu skinnin þannig að hægt sé að ljúka við hreingerningu á húsum fyrir jól. í þessu sambandi er rétt að minna á að sótthreinsiefni virka ekki nema hlýtt sé í veðri. Ég veit ekki um neitt sótthreinsiefni sem virkar undir 5°C hita og áhrifin aukast örugglega með hækkuðu hitastigi. Algengt er að spurt sé hve mikinn jarðveg þurfi að skipta um. Mér virðist vonlaust að gefa eitt einhlítt svar við því. Eru það 10—20—30 cm eða jafnvel 100 cm? Ég hef sagt hingað til að skipta skuli um þann sand árlega sem á annað borð þarf að skipta um og kalka vandlega allan jarðveg. Hreinsun húsa, búra og hreið- urkassa og kölkun jarðvegsins, tel ég miklvægast — og auðvitað verða menn að varast að leggja drenlögn milli húsa yfir sumarið. Sé það gert geta veirur skotið upp kollinum. Án minnsta vafa eru erfiðir dag- ar framundan en verkin þarf að vinna. Verið í góðu skapi, vinnið saman og verið tillitsöm. (Þýðing: Björn Halldórsson). Úrval drykkjarkerja Fyrir: Kýr hesta °9 sauðfé Sex gerðir - Hagstætt verð Freyr 873

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.