Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 30
Stéttarsamband bænda Ein lög vinni ekki gegn öðrum Fréttatilkynning í tilefni af frumvarpi til fjárlaga 1988 Stjórn Stétíarsambands bœnda hefur sentfrá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í tilefni af frumvarpi til fjárlaga 1988 sem nú liggur fyrir Alþingi. Stjórn Stéttarsambands bænda hefur kynnt sér frumvarp til fjár- laga fyrir árið 1988 sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. í því er á margan hátt brugðið út af fyrri stefnu ríkisvaldsins í málefnum landbúnaðarins. Stjórn Stéttarsambands bænda lýsir sig fylgjandi því að verkefni ríkisins séu í sífelldri endurskoðun og að þau breytist með breyttum tímum. Jafnframt leggur stjórn þess áherslu á að þær breytingar fari fram með skipulegum hætti og að heildarsýnar sé gætt, m.a. á þann hátt að ein lög vinni ekki gegn öðrum. Stjórn Stéttarsambands bænda lýsir sig reiðubúna til samstarfs við ríkisvaldið um hvers kyns skyn- samlega hagræðingu á verkefnum ríkisins í landbúnaði. Á hinn bóg- inn telur stjórn Stéttarsambands bænda að núverandi frumvarp til fjárlaga brjóti á margan hátt í bága við þá stefnu sem mörkuð hefur verið á Alþingi um málefni landbúnaðarins og sem nýtur þar meirihlutafylgis. í því sambandi skal bent á eftir- farandi: 1. Með búvörulögum frá 1985 er mörkuð stefna í framleiðslu- málum landbúnaðarins. Þessi stefna felur í sér stórfelld- ari breytingar á landbúnaðinum og högum bænda en orðið hafa um langan tíma. Stéttarsambandið hefur gengið til samvinnu um framkvæmd þessarar breyttu stefnu í þeirri trú að hún auki atvinnu og afkomuöryggi bænda- stéttarinnar þegar til lengri tíma er litið og treysti rekstrargrundvöll landbúnaðarins í heild. Á grundvelli þessara markmiða hefur Stéttarsambandið gert samning við ríkisvaldið um þróun mjólkur- og kindakjötsframleiðsl- unnar til ársins 1992. Stjórn stéttarsambands telur að með álagningu söluskatts á þessar afurðir og lækkandi hlutfall niður- greiðslna í verði þeirra séu þeim áætlunum um sölu kindakjöts og mjólkurvara sem búvörusamning- urinn byggir á kollvarpað, nema til komi auknar niðurgreiðslur. Augljóst er að samdráttur i sölu kindakjöts og mjólkurvara innan- lands mun auka þörfina fyrir út- flutning. Ekki verður annað séð en með slíkum aðgerðum sé markvisst stefnt að því að minnka hlutdeild innlendra afurða á matvörumark- aðnum og kippa grundvellinum undan atvinnumöguleikum veru- legs hluta bændastéttarinnar. Stjórn Stéttarsambandsins mót- mælir því harðlega að þannig sé af hálfu ríkisvaldsins horfið frá stefnu búvörulaganna og um- sömdum markmiðum búvöru- samninganna. 2. Varðandi niðurskurð á fram- lögum til rannsókna og leið- beininga bendir stjórn Stéttarsam- bandsins á að eitt megin markmið búvörulaganna er að stuðla að uppbyggingu nýrrar atvinnustarf- semi í sveitum sem komið geti í stað þess samdráttar sem stefnt er að í framleiðslu mjólkur og kinda- kjöts. Búháttabreyting í landbúnaðin- um er eitt viðamesta verkefni sem þessi atvinnugein og þær stofnanir sem henni þjóna hafa tekist á við. Búháttabreytingin felur það í sér að þjálfa þarf hluta bænda- stéttarinnar til nýrra starfa sem sum hver eru algjör nýjung í ís- lensku atvinnulífi. Það liggur því í augum uppi að þörf landbúnaðarins fyrir rann- sóknir og leiðbeiningar hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Gert er ráð fyrir að verulegum fjármunum verði varið á árunum 1985—1992 til þess að treysta byggð í sveitum með nýjum at- vinnuháttum og aðlögun í land- búnaðinum. Stjórn Stéttarsambandsins legg- ur áherslu á að ef ekki er séð fyrir nauðsynlegri fræðslu og rannsókn- um á þessu sviði er nýtingu þess- ara fjármuna og árangri á sviði nýrra atvinnuhátta í sveitum stefnt í verulega tvísýnu. Stjórn Stéttarsambandsins telur það tvímælalaust skyldu samfé- lagsins að leggja fram fjármuni til rannsókna og leiðbeininga í þágu landbúnaðarins. Hins vegar telur stjórnin eðli- legt að af hálfu ríkisvaldsins sé jafnan gerð krafa um að sem best- ur árangur verði af notkun þessara fjármuna og er fyrir sitt leyti ávallt reiðubúin til umræðna um breytt- ar áherslur í því efni. 3. Þá vill stjórn Stéttarsam- Frh. á bls. 875. 878 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.