Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 31

Freyr - 01.11.1987, Blaðsíða 31
Á fundi framkvœmdanefndar Framleiðsluráðs hinn 16. október sl. gerðist m.a. þetta: Reglugerð um framleiðslugjald af mjólk. Kynnt var ný reglugerð um álagn- ingu og innheimtu framleiðslu- gjalds af mjólk umfram verðá- byrgð ríkissjóðs á verðlagsárinu 1986-1987, nr. 469/1987. Á verðlagsárinu 1985/1986 greiddu mjólkursamlögin 15% af grundvallarverði mjólkur til bænda á mjólk umfram fullvirðis- rétt og Framleiðnisjóður 10% en að þessu sinni er 100% verðskerð- ing á alla mjólk umfram fullvirðis- rétt. Þessi breyting er aðal- breyting á þessari reglugerð frá þeirri sem gilti árið áður. Uppgjör sauðfjárafurða á verðlagsárinu 1986/’87. Enn er ekki búið að setja reglur um uppgjör milli Stéttarsambands bænda og ríkissjóðs varðandi full- virðisrétt til sauðfjárframleiðslu verðlagsárið 1986/’87, né um upp- gjör á því kjöti sem Framleiðni- sjóður greiðir og hvernig inn- heimta verður framkvæmd hjá sláturleyfishöfum vegna kjöts um- fram verðábyrgð. Útflutningsbætur á kjöt sem fór til Japan á nýliðnu sumri eru enn ógreiddar en þær nema um kr. 343 milljónum. Framkvæmdanefnd búvöru- samninga gerir upp samning um fullvirðisrétt milli Stéttarsam- bands og ríkisins, en landbúnaðar- ráðuneyti þarf að setja reglur um heildaruppgjör - bæði við Fram- leiðnisjóð og við einstaka slátur- leyfishafa. Fækkun sauðfjár haustið 1987. Lögð voru fram kynningarbréf frá Framleiðnisjóði um tilboð til fjár- eigenda um fækkun sauðfjár haustið 1987, sjá Fréttabréf Stétt- arsambands bænda, 7. tbl. 3. árg., september 1987 o.fl. mál, sem Framleiðnisjóður sér um fram- kvæmd á. Úthlutun fullvirðisréttar í Norðfjarðarsveit. Borist hafði bréf frá Búnaðarsam- bandi Austurlands þar sem það tilkynnir að það óski eftir að nota heimild í reglugerð til að fela Framleiðsluráði að skipta óúthlut- uðum fullvirðisrétti í mjólk á verð- lagsárinu 1987/’88 á svæði 20, Norðfjarðarsvæði. Ákveðið var að kanna hvort Búnaðarsamband Austurlands geti ekki skipað nefnd heima- manna til að annast þessa úthlut- un áður en Framleiðsluráð tekur það að sér. Aukinn fullvirðisréttur til mjólkurframleiðslu í Villingaholtshreppi. Borist hafði bréf frá tíu bændum í Villingaholtshreppi þar sem þeir benda á að hlutur þeirra í rétti til mjólkurframleiðslu hafi skerst óeðlilega mikið og óska þeir að úr því verði bætt. Ákveðið var að senda þeim til- boð Framleiðnisjóðs um aukningu fullvirðisréttar til mjólkurfram- leiðslu gegn afsali á fullvirðisrétti til framleiðslu sauðfjárafurða. Skipting á auknum fullvirðisrétti til mjólkurframleiðslu. Á verðlagsárinu 1988/’89 hækkar fullvirðisréttur til mjólkurfram- leiðslu úr 102 í 103 milljónir lítra mjólkur samkvæmt magnsamningi ríkisins og Stéttarsambands bænda. Ákveðið hefur verið að bjóða bændum á mjólkurframleiðslu- svæðum og blönduðum svæðum, samkvæmt Álitsgerð um sauðfjár- rækt frá sl. sumri, þennan full- virðisrétt gegn afsali á tvöföldum sauðfjárrétti. Tilboðinu er hagað þannig að bændum á blönduðum svæðum er boðinn helmingur fullvirðisréttar til mjólkurframleiðslu miðað við tilboð til bænda á mjólkurfram- leiðslusvæðum. Könnun á léttingu svinakjöts. Borist hafði bréf frá Svínaræktar- félagi íslands þar sem farið er fram á að könnuð verði létting á svínakjöti frá því það er vegið blautt eftir slátrun og uns það hefur þornað degi síðar. Samþykkt var að þessi könnun fari fram á tveimur sláturhúsum og ákveðið að Ieita til yfirkjöt- matsmanns, Andrésar Jóhannes- sonar, að annast verkið. Mjólkurdagsnefnd. Borist hafði ósk frá Mjólkurdags- nefnd um tilnefningu á fulltrúa Framleiðsluráðs í nefndina til næstu tveggja ára. Tilnefndur var Jón Gíslason á Hálsi og til vara Guðmundur Gíslason. Framleiðsla mjólkur. Innlögð mjólk í september sl. var 9.610,8 þúsund lítrar sem er 442,5 þúsund lítrum eða 4,40% minna en í sama mánuði árið áður. Innlögð mjólk fyrstu níu mán- uði ársins er 83.061,6 þúsund lítrar sem er 2.172,9 þúsund lítrum eða 2,54% minna en árið áður. Framleiðsla, sala og birgðir kindakjöts verðlagsárið 1986/ ’87. Innlagt kindakjöt á verðlagsárinu 1986/’87 var 12.989.583 kg sem er 729.398 kg eða 5,8% meira en árið áður. Innanlandssala á verð- Frh. á bls. 881. Freyr 879

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.