Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 8
Það hefur nú gerst að næg matvæli eru til til að metta alla jarðarbúa, en af pólitískum og efnahagslegum orsökum er gæðunum mjög misskipt. Vestræn ríki verja árlega jafnvirði hátt á fimmta þúsund milljarða í íslenskum krónum í uppbætur og stuðning við landbún- að. Bændur njóta minna en helmings þessa fjár — hitt fer í skriffinnsku og ýmiss konar fyrirtæki. Framleiðsla búvara hefur aukist um fjörutíu af hundraði í Bandaríkjunum og Evrópu- bandalaginu síðustu tuttugu ár og Kínverjar og Indverjar, sem samanlagt eru nær helming- ur mannkyns, flytja orðið út matvæli. Heimsmarkaðsverð á búvöru er í skötulíki. Efnahagsaðgerðir auðugra þjóða rugla eðli- legan samanburð og verslun á þeim vörum. Dæmin um það eru mörg og kostuleg en aðeins verður hér nefnt að Efnahagsbanda- lagið selur Sovétmönnum smjör á útsölu fyrir tíunda hluta af framleiðslukostnaði til að losna við geymslukostnað á því. Fátækar þjóðir verða illa úti í þessum útsölum. Þær geta ekki keppt við þessa botnprísa, gjafir til þriðja heimsins grafa undan búskap þar og gera bændur gjaldþrota. Undanfarið hefur sú stefna fengið byr á fundum OECD og GATT að markaðsstærð eigi að ráða meiru um heimsmarkaðsverð, minnka eigi niðurgreiðslu á búvörum og að verslun ríkja á milli með þær verði frjálsari. Glenn Flaten forseti IFAP dró þó í efa á blaðamannafundinum í Reykjavík að sú stefna nái fram að ganga á næstunni og sagði að dæmin sönnuðu að í þeim efnum færu ekki saman orð og gerðir. J.J.D. Vátryggingar fyrir landbúnað Ábyrgöartryggingar bænda Slysatryggingar bænda Heimilis- og húseigendatryggingar Heytryggingar Gripatryggingar Útihúsatryggingar Vélatryggingar Dráttarvélatryggingar Bifreiðatryggingar 1É Brunabótafélag íslands Umboösmenn um land allt. 896 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.