Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 14
ation of Agriculture, hefur um 65% af bændum innan sinna vé- banda og í öðru sambandi, The National Farmers Union, eru um 6000 bændur. Alls er um þrjú- hundruð þúsund bændur í Kanda, af þeim hafa um tvöhundruð þúsund fullt framfæri af land- búnaði. Til samanburðar sagði Flaten að í Bandaríkjunum væru um tvær milljónir bænda. Par af sex hundr- uð þúsund „alvörubændur". Kvóti á hveitirækt og kjúklingaframleiðslu. Kanadamenn rækta feiknin öll af hveiti, byggi og fleiri kornteg- undum á sléttuvíðáttum sínum. Þeir flytja út 32 milljónir tonna af korni og fer 80% af hveitiútflutn- ing þeirra til Sovétríkjanna og Kína. Ríkið greiðir háar útflutn- ingsuppbætur með korninu. Kanadamenn hafa nú komið á kvótakerfi í kornframleiðslu en á framleiðslu kjúklinga settu þeir kvóta þegar árið 1966. Síðan hefur kjúklingaframleiðsla þeirra tvö- faldast en neysla á nautakjöti minnkar. Bændur skipuleggja sjálfir kvótakerfið í Kanada. Kjúklingabændur fá kvóta til tveggja mánaða í einu og má eng- inn bóndi fara yfir ákveðið fram- leiðslumark. Samvinnufélög eru talsvert út- breidd meðal bænda í Kanada. Þannig er 75% af kornsölu í Kan- ada á vegum samvinnufélaga en minna hlutfall af kjötsölu. Samvinnuhreyfingin í landinu er tvískipt, þ.e. í samvinnufélög neytenda og framleiðenda. Öll lönd reyna að vera sem mest sjálfum sér næg um mat. Flaten sagði að aðeins lítill hluti af búvöruframleiðslu í heiminum væri seldur landa á milli á svo- nefndum heimsmarkaði. Öll lönd legðu áherslu á það öryggisatriði að vera sem mest sjálfbirg af mat og að eiga helst nokkurra mánaða forða af matvælum á hverjum tíma. Nóg væru dæmin bæði fyrr Ingi Tryggvason fráfarandi formaður Stéttarsambands bœnda og Glenn Flaten, forseti Alþjóðasambands bœnda. (Ljósm. ]. J. D.j. Haukur Halldórsson, nýkjörinn formaður Stéttarsambands bænda og Glenn Flaten. (Ljósm. Ólafur H.Torfason). bænda. Væri það til eftirbreytni fyrir bændur í mörgum öðrum löndum. Samtök bænda í Kanada sagði hann að væru ekki eins öflug og væri það miður, því að öllu skipti fyrir bændur að hafa öflug félagssamtök. í Kanada væri meira en þriðjungur bænda í kröggum og hver tíundi bóndi þar að verða gjaldþrota. Sagði Flaten að heil þorp hefðu lagst í eyði í Kanada vegna atvinnuleysis sem stafaði af samdrætti í landbúnaði. Kanadamenn hygðust nú breyta skipulagi í iandbúnaði sínum og ætluðu sér áratug til þess. Margt í þeim fyrirhuguðu aðgerðum væri líkt og nú væri beitt hér á landi, nema hér væri ætlaður helm- ingi styttri tími til þeirra. í því sambandi lét Flaten þess getið að óvenjulegt væri að samkomulag tækist milli bænda og ríkisstjórnar eins og nú hefði gerst hér á íslandi. Bændur í Kanada eru klofnir í tvö eða þrjú stéttarsambönd. Hið stærsta þeirra, Candian Feder- 902 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.