Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 15
og síðar um þjóðir sem hefðu orðið fyrir þungum búsifjum af veðrum eða náttúruhamförum og þá ekki átt málungi matar til að hlaupa upp á. Slíkt vildu menn nú forðast. Sem dæmi um matvælasöfnun þjóða nefndi hann að Indverjar hefðu átt 24 milljóna tonna korn- forða þegar náttúruhamfarir dundu þar yfir nýverið og hefðu þá sjálfir haft hjálpina hjá sér. Flaten ræddi þetta mál frá ann- ari hlið. Nýsjálendingar seldu mjólkurvörur á mjög lágu verði, til annarra landa en ef eitthvað henti í Nýja-Sjálandi, hvað þá ? Offramleiðsla þungur baggi Á hinn bóginn eru svo risalagerar af matvælum þungur baggi víða um lönd, einkum hefur reynst erf- itt að ná niður offramleiðslu á korni. Rætt er nú um það innan hlutaðeig^ndi alþjóðastofnana að afnema niðurgreiðslur á búvörum á næstu 10 árum. Taldi Flaten að það væri þó hæg- ara sagt er gert. Það væri í minni að Reagan forseti hefði heitið því að afnema ríkisstyrki á búvöru þegar hann settist í embætti, en annað hefði komið á daginn því að hvergi væri nú greitt hærra hlutfall með landbúnaðarframleiðslu en í Bandaríkjunum hvort heldur væri miðað við framleiðendur eða framleiðslueiningar. Þessir styrkir í Bandaríkjunum námu 26 millj- örðum dala árið 1986 sem var jafn mikið og nettótekjur bænda í landinu sama ár. Gatt — tollabandalagið, en meirihluti allrar verslunar milli landa falla undir ákvæði þess um tollaviðskipti, leitar nú í fyrsta skipti ráða hjá IFAP um markaðs- mál búvöru, að sögn Flatens. Austantjaldslönd að mestu utan IFAP Bændasamtök fimmtíu og eins nkis eru nú í IFAP, en fjarri fer því að þau spanni yfir heiminn allan. Aðeins eitt land úr austur- blokkinni, Ungverjaland, er í Glenn Flaten er bóndi i Kanada. Hérskoðar hann hey úr rúlluböggum hjá Jóni bónda Gíslasyni á Hálsi í Kjós. (Ljósm. Ó. H. T.). Forseti IFAP á fundi með Framleiðsluráði. Nœst t. v. á myndinni er Hörður Harðarson, fjœr Böðvar Pálsson, Guðmundur Jónsson, Pórarinn Porvaldsson, Pórólfur Sveinson, Guðmundur Sigþórsson, Bjarni Helgason, Halldór Gunnarsson og Glenn Flaten. (Ljósm. Ó. T. H.). samtökunum, en verið er að undirbúa aðild Pólverja að þeim. Argentína er eina landið í Suður- Ameríku sem er í IFAP, en líkur eru á að Brasilía bætist í hópinn á næstunni. Þrátt fyrir ýmsa agnúa taldi Flaten að mikið gagn væri að starfi IFAP. Tengsl stofnunarinnar við aðildarlönd hefðu aukist og batn- að og IFAP gæti nú betur en áður sinnt hagsmunamálum þróunar- landa. Glenn Flaten og kona hans eru mjög geðfelld hjón. Embætti for- seta IFAP er erilsamt starf sem sést best á því að frá því Flaten varð forseti samtakanna í fyrra hefur hann heimsótt yfir 60 þjóðlönd, þar af 16 í ágústmánuði sl. J.J.D. Freyr 903

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.