Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 16
Vellíðan minka Lausleg þýðing á grein eftir Niels Glem-Hansen, skrifstofustjóra Danska loðdýrasam- bandsins. Grein þessi birtist í Dansk pelsdyravl, nr. 11 1986. Niels Glem-Hansen. í rannsókn á vellíðan minka við eðlilegar aðstæður á búi hafa holl- ensku atferlisfræðingamir Dr. G. de Jouge, Dr. K. Carlsted og prófessor Dr. P.R. Wiepkema lýst viðbrögðum minka við ýmiss kon- ar ytra áreiti. Einnig hafa þeir skoðað niðurstöður ýmissa ann- arra rannsóknarmanna á sama efni. í þessu og næstu blöðum verða meginartiði þessara tilrauna dregin fram. Höfundarnir byrja á að benda á að góð frjósemi og góð skinn séu ekki endilega trygging fyrir því að minkunum líði vel. Hæpið er að þetta standist. A.m.k. er það nokkuð samhljóma niðurstaða rannsóknarmanna að yfirbragð og glans feldsins (háranna) sé góður vitnisburður um líðan minka og þar sem fallegt og glansandi hára- far er eitt af skilyrðum fyrir góð- um skinnum bendir allt til að hagsmunir loðdýrabænda og bú- stofns þeirra fari saman á þessu sviði. Hluti af skýrslum er byggður á eigin rannsóknum höfunda. Rannsóknirnar fóru fram á fimm venjulegum búum og tilraunabú- inu „Het Spelderholt". Skýrslan fjallar um þýðingu hirðingar fyrir framleiðslu, heilbrigði dýranna og vellíðan. Búrastærð. Stöðluð mál á dönskum minka- búrum eru 90x30x45 cm fyrir búr með tveimur dýrum og 90x20x45 cm fyrir eitt dýr. Þetta þýðir að gólfflöturinn er annars vegar 0,27 fermetrar og hins vegar 0,18 fer- metrar. í þessu yfirliti eru rannsökuð áhrif búra með gólfflöt frá 0,18 til 0,36 fermetra á dýr sem eru að vaxa og þroskast. Þegar tvö dýr voru saman í búri sem var 0,18 fermetrar var vöxturinn minni en ella en enginn munur fannst á búrum með 0,22 fermetra gólfflöt eða meiri. Af þessu má draga þá ályktun að þær stærðir sem miðað er við í Danmörk séu nægilega rúmar til að skapa dýrunum viðunandi rými. Gagnrýnt hefur verið að minkar gangi alltaf á neti og bent á að það geti skaðað gangþófa þeirra og þanng leitt til sýkingar. Þetta hef- ur verið rannsakað og engin áhrif fundist, hvorki þó að notað væri net af stærðinni 1" x 1" x eða 1" x IV2". Höfundarnir benda á að notkun á neti með möskvastæðina 1" X IV2" sé af þrifnaðarástæðum hagstæðari vegna þess að skíturinn fellur auðveldar niður. Einangrun dýra tímabundið. Margar tilraunir hafa sýnt að minni hvolpadauði verður ef Iæð- urnar eru einangraðar hver frá annarri á meðgöngu- og gottíma. Höfundarnir telja þó að þetta sé ekki nægilega kannað og leggja til að rannsókum verði haldið áfram. Loftræsting og skjól. Fjöldi rannsókna sýnir að frjósemi virðist vera betri í opnum húsum en lokuðum. Einstaka vísbending- ar eru um að fleiri hvolpar deyi úr hita en kulda. Opin hús með lim- gerði í kring eins og víða er í Danmörku eru því hentug. Ástæða er til að minna á mikilvægi þess að loftræsta vel lokuð hús. Hiti. Minkar eiga erfitt með hitatempr- un. Mikill hiti veldur hraðari 904 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.