Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 18
dauða. Allar tilraunirnar voru gerðar á mjólkurskeiðinu. í pólskri tilraun, þar sem borin var saman hvolpadauði, kom í ljós að á óhreinu iðnaðarsvæði var hvolpadauðinn meiri, allt til 6 vikna aldurs, heldur en þar sem dýrin voru í hefðbundnu sveita- umhverfi. Tilraun sem síðan var gerð, umhverfi var þá mengað í tilraunaskyni, staðfesti fyrri niður- stöður. Áhrif af löngum flutningum á minka hafa verið rannsökuð og engin langvarandi áhrif fundist, ef fylgt er vissum reglum. Höfund- arnir komast að þeirri niðurstöðu að minkar þoli umtalsverða trufl- un án þess að ónæðið valdi streitu eða alvarlegri truflun á hegðan og þeir telja að margir bændur taki meira tillit til þarfar dýranna fyrir frið og ró heldur en nauðsynlegt er. Hversu mikilvægt er að minkamir hreyfí sig? Margar kenningar hafa verið sett- ar fram um nauðsyn þess að mink- ar fái næga hreyfingu. í nokkrum tilraunum hefur verið reynt að varpa Ijósi á þetta með því að láta dýrin hreyfa sig og í sumum þeirra hafa komið fram jákvæð áhrif á frjósemi þar sem dýrin hafa mest hreyft sig. Þessar niðurstöður eru þó í mótsögn við niðurstöður rannsóknanna með einangrun læðnanna en þar komu fram já- kvæð áhrif einangrunar á frjó- semi. Þörf er fleiri rannsókna á þessu sviði áður en hægt er að ráðleggja mönnum eitthvað ákveðið. Pörun. í rannsóknum höfunda á 1040 til- raunum til pörunar enduðu 38,4% tilvika með pörun. í þeim tilvikum voru 75% högnanna komnir með hnakkatak innan einnar mínútu frá því að dýrin voru sett saman og 93% eftir að dýrin höfðu verið saman í 5 mín. Tafla 1. Mínútur frá því % högna sem dýrin voru sett hafa náð í sama búr hnakkataki % lokinna parana 0.5 37 0 1 75 0 5 93 6 10 99 58 15 100 77 30 100 94 45 100 100 Tafla 2. Mínútur frá því % para sem flugust á dvrin voru sett í sama búr Pörun tókst Pörun tókst ekki 0.5 44 25 1 35 22 2 11 18 3 8 13 4 0 4 5 0 0 10 0 4 15 0 0 í 400 rannsökuðum pörunum kvæðar út frá velferðarsjónarmiði var framgangsmátinn á eftirfar- og ber því að forðast í þessari andi veg, sjá töflu 1. atvinnugrein. í töflu 2 kemur fram yfirlit yfir það hversu mörg pör flugust á á þeim tíma sem þau voru saman. Það gæti verið æskilegt að ein- angra læður fyrir got hverja frá annarri en hafa ber í huga að fleiri rannsókna er þörf áður en áhrif þess eru að fullu þekkt. Sá háttur að hafa saman í búri högna og læðu á vaxtartímanum er góð lausn. Minkar eru ekki mjög viðkvæmir fyrir áreitni eða trufl- unum og núverandi vinnubrögð hjá flestum bændum skapa dýrun- um viðunandi ró og næði. Hafa ber í huga að margvísleg tækni sem notuð er í landbúnaði þekkist ekki innan minkaræktar- innar. Sem dæmi má nefna lofts- lagsstjórnun og hormónameð- höndlun til að auka frjósemi. Notkun slíkra aðferða getur skapað aðstæður sem eru nei- Týndur hestur Rauður, meðalstór, sjö vetra foli, glófextur með tvískipt fax og heldur rýrt tagl, Ijónstyggur, hvarf frá Hofsstöðum í Hálsa- sveit miðsumars 1986. Mark: gagnstigað hægra og gat vinstra. Þeir sem kynnu að geta gef- ið upplýsingar um hestinn, lífs eða liðinn, eru beðnir að hafa samband við Höskuld Eyjólfs- son, Hofsstöðum, Hálsasveit, í síma 93-51369. Finnanda er heitið notalegum fundar- launum. 906 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.