Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 25
voru aftur á móti þarna komnir til að fá vitneskju um hvernig leysa ætti úr þeim ótalmörgu vandamál- um sem við er að etja. Ráðstefnan var sem sagt haldin fyrir fólk sem á einn eða annan hátt hefur lífs- viðurværi af ullarrækt eða fram- leiðslu á ullarvörum. Smáiðnaður með ull er tiltölu- lega nýtt eða nýlegt fyrirbæri hér í Bandaríkjunum, a.m.k. með nú- verandi fyrirkomulagi. Margir sem eru í þessum iðnaði sinna jafnframt öðru, en hafa aukatekj- ur af ullinni. Fjárhóparnir hjá ullardýrum, klippingu á angóra- kanínum o.s.frv. Þarna var einnig fjallað um framleiðslu á ullar- vörum, markaðssetningu, trygg- ingar og uppbyggingu á smáiðnaði með ull. Skáptar skoðanir þátttakenda. Það fór ekki fram hjá neinum að það eru ákaflega skiptar skoðanir innan raða þess fólks sem saman- komið var í Berea til að ræða og læra um ull. Margir höfðu ákaf- lega ánægjulega reynslu af ullar- framleiðslu sinni og töldu þetta vera mjög jákvætt og gott starf sem gæfi marga möguleika. Aðrir Pessar tvœr, ásamt mörgum öðrum tóku með sér rokkana til að geta nolfærl sér sem best leiðbeiningar Paulu Simmons um réttu handtökin við spuna. Helga Thoroddsen. Sýniskennsla hjá Paulu Simmons, en hún hefur fengið viðurnefnið „The grande dame“ í smáullariðnaðinum og rekur ásamt manni sínum farsœlan ullarbúskap. þessu fólki geta verið allt frá því að vera innan við 10 dýr og upp í 100. Svo stórir hópar eða stærri eru þó sjaldgæfir ef fólk er að stefna að því að rækta ull til handspuna. Margir hafa einnig einhver önnur ullarhúsdýr svo sem lamadýr, kanínur eða geitur og nota hárið af þeim til blöndun- ar við sauðfjárullina og fær fólk þannig sérkennilegra band í vörur sínar. Nokkur hluti af því fólki sem er í þessum iðnaði selur öll sín reyfi til annarra sem þá vinna úr þeim fullunnar vörur, prjónaðar eða ofnar en aðrir fullvinna ullina frá upphafi til enda í orðsins fyllstu merkingu. Sumir hafa meira að segja litlar búðir á býlum sínum og bjóða borgarbúum upp á að koma í sveitina og fylgjast með rúningi, spuna og ýmiss konar handverki. Borgarbörnin fá að halda á litlum lömbum eða kanínum og sögðu þeir sem svona fyrirkomulag hafa á búum sínum að þetta væri mjög vinsælt og mæltist vel fyrir. Sjálfsagt finnst nú mörgum ís- lendingum það nokkurt afturhvarf að taka aftur fram rokkinn eins og þetta fólk hefur gert en staðreynd- in er sú að verksmiðjum, alveg sama hversu fullkomnar sem þær eru, tekst aldrei að gera hlutina á sama hátt og mannshöndinni, en það er einmitt hið sérstæða „hand Freyr 913

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.