Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 27
Petta myndarlega lamadýr (karldýr) var selt síðasta kvöld ráðstefnunnar á uppboði, en gangverð hér á slíkum dýrum er um 3000— 4000 dollarar enda gefa þau mjög dýrmœta og silkimjúka ull sem er kembd af þeim með sérstökum kömbum. fyrir vörur sínar fyrst og taldi hann marga vanta þann aga að líta á iðju sína sem fyrirtæki sem þyrfti að borga sig, en ekki einhverja tómstundaiðju. Margir urðu til að mótmæla Fannin. Þeir töldu að eina rétta leiðin væri að beina handgerðum ullarvörum inn á markað hinna ríku sem hefðu efni á að kaupa þær og þætti akkur í því sérstaka útliti sem þær hefðu upp á að bjóða. Vandvirkni við meðferð ullarinnar. Annar fyrirlesari sem þarna var og vakti sérstaka athygli með skörug- legri framkomu og góðum fyrir- lestrum var Linda Berry Walker, en hún er ullarbóndi frá New Jersey. Hún rekur ásamt manni sínum búgarðinn Woods Eagle Wools og rækta þau sauðfé og lamadýr og hafa jafnframt eigin verslun þar sem seldar eru ullarvörur úr hand- unninni ull. Upphaflega byrjaði Walker með 6 kindur í garðinum hjá sér vegna þess að hún gat ekki fundið nógu góða ull í vörur sínar á hinum almenna markaði. Smám saman fór hún svo að gera tilraun- ir með kynbætur og fljótlega hafði þessi iðja hennar hlaðið svo utan á sig að maður hennar sagði starfi sínu lausu og þau hófu að rækta fé og þá fyrst og fremst með ullar- gæði í huga. Walker lagði áherslu á það að til þess að framleiða úrvalsull til handspuna þyrfti hópurinn að vera lítill og ítrustu varkárni og vandvirkni yrði að gæta við hirð- ingu og meðferð ullarinnar á allan hátt bæði meðan hún væri á fénu og eftir að hún væri tekin af. Hún lýsti þeim aðferðum sem notaðar eru á búi hennar og er greinilegt að mikillar skipulagningar og and- vara er þörf frá bóndans hálfu til að verja ullina og halda henni fyrsta flokks fram að rúningi. Walker hefur fé sitt eins mikið úti og hægt er og notar aðeins sér- hönnuð trog til að gefa úr. Enn- fremur rýir hún féð ávallt fyrir burð til að forðast þann skít sem lömbin bera í ullina við að klifra á mæðrum sínum. Þegar hún gefur setur hún ávallt fyrst í garðana og hleypir fénu að á eftir til að forð- ast slæðing í ullina. Þegar að rúningi kemur ræður Walker til sín atvinnumann og borgar honum tímakaup óháð því hve margar ær hann nær að rýja á klukkustund. í flestum tilfellum fá rúningsmenn hér borgað visst á haus og vill Walker meina að undir slíkum kringumstæðum hugsi menn of mikið um að flýta sér en gleymi að vanda sig og gefa sér tíma til að meðhöndla féð og ullina af varkárni. Hvert og eitt reyfi er síðan hreinsað og hrist lauslega, sérpakkað og gólfið undir rúningsmanninum sópað eftir hverja kind. Walker lagði sérstaka áherslu á að ef illa væri að málum staðið á rúningsdegi væri hægt að eyðileggja heils árs vinnu og fyrirhöfn á örfáum mínútum. Annað sem gert er á Woods Eagle Wools búinu til að halda ullinni hreinni er að um fengitímann er mikið kapp lagt á að halda hrútunum hreinum og er meðal annars rakaður á þeim belgurinn til að þeir beri ekki skít í ullina á ánum þegar hleypt er til. Walker lagði einnig áherslu á að garðar og trog væru þannig hönnuð að um núning á herða- kamb væri ekki að ræða og að féð gæti ekki slætt hvert yfir annað með því að rífa út heytuggur og slengja þeim til. Það yrði of langt mál að telja upp allt það sem Linda Berry Walker talaði um í sambandi við ullarrækt en augljóst er að flest það sem hún talaði um og brýndi fyrir fólki eru atriði sem ekki kosta mikla fjármuni né fyrirhöfn heldur fyrst og fremst skipulagn- ingu og vinnutilhögun sem auðvelt ætti að vera að koma fyrir á hverju búi ef áhugi er fyrir hendi. Það þykir öllum sjálfsagt að framleiða mjólk í fyrsta flokk, hví ekki ull? Síðasta kvöldið á ráðstefnunni var svo haldið uppboð á ullardýr- um og var þar boðinn upp skraut- legur hópur af sauðfé, kanínum, lamadýrum, geitum og meira að segja var þarna boðin upp kaf- loðin kýr. Einnig voru boðin upp reyfi og efnt til samkeppni um besta reyfið og veitt verðlaun fyrir. Frh. á bls. 909. Freyr 915

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.