Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 28
Heykögglun verði árviss 1 búskap Stutt rabb við heimaöflunarmenn „Mikilvœgt er að heykögglun verði árviss. Við það verður vinnslan ódýrari, auk annars hagrœðis. Skilningur stjórnvalda er greinilega að aukast á þessari vinnsluaðferð og því að hún verði fastur liður í fóðurverkun“. Svo mælti Þórarinn Lárusson til- raunastjóri á Skriðuklaustri og talsmaður þeirra sem stóðu að Heimaöflunarbás á landbúnaðar- sýningunni BÚ’87. Þórarinn telur að með aukinni byggrækt og fær- anlegum heykögglunarverksmiðj- um stefni í það að unnt sér að fóðra íslenskt búfé eingöngu á íslensku fóðri og fyrir minna útlagt fé. Á bændaklúbbsfundi í Eyjafirði árið 1970 kom fyrst til umræðu að köggla hey á bændabýlum. Fjór- um árum síðar kynntu Gísli Páls- son á Hofi í Vatnsdal og fleiri sér þessa aðferð í Bandaríkjunum og um sama leyti beitti Stefán Þórð- arson á Teigi í Eyjafirði sér fyrir því að fá til landsins vél til þess að köggla og mala hey. Næstu ár voru þessi tæki ekki mikið notuð nema í tilraunaskyni, fyrr en árið Við heykögglara Stefáns í Teigi. 1980 að Stefán kaupir þau af Hrafnagilshreppi. Hann setti sam- stæðuna á bílpall og hóf að köggla hey fyrir bændur í talsverðum mæli um áramótin 1981—1982. Aðrir hafa fylgt í kjölfarið: Heimafóður hf. í Húnaþingi, Heykögglar hf. á Austurlandi og Mýrdalsfóður í Vestur-Skaftafells- sýslu. Hefur heykögglun farið vaxandi hin síðari ár. Frá því að þessi starfsemi hófst hafa þannig verið köggluð um 14000 tonn hjá 400 bændum. Tilraunir með fóðrun á hey- kögglum fara nú fram á vegum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins með mjólkurkýr á Tilrauna- stöðinni á Möðruvöllum og sauðfé á Tilraunastöðinni á Skriðu- klaustri. Stefán Þórðarson í Teigi og Pét- ur Helgason á Hranastöðum voru í Heimaöflunarbásnum þegar fréttamann Freys bar þar að. Sagði Stefán að samstæða hans hefði undanfarin ár kögglað hey hjá skagfirskum, eyfirskum og 916 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.