Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 30
Frá Rannsóknastofnun landbúnaÓarins Ný aöferö við að bera saman verð á loðskinnum Frá skinnauppboði í Helsinki 31. jan.—2. febr., 1987 / síðari hluta janúar 1987 var haldið uppboð á skinnum af fjölmörgum stökkbreyttum refaafbrigðum í Finnlandi og auk þess miklum fjölda skinna af tegundablendingum í mörgum litbrigðum. Skinnaverð á uppboðinu var mjög breytilegt. Vegna þess hve mörg afbrigði skinna voru seld á uppboðinu var erfitt að fá yfirlit um verð á ein- stökum skinnum og bera mismun- andi skinngerð saman. Til þess að fá glöggan saman- burð á verði einstakra skinngerða bjó undirritaður til þrjár töflur yfir skinnaverð á uppboðinu. í fyrstu töflunni var verð á skinnum af bláref, í þeirri næstu verð á silfurrefsgerðum og í þeirri þriðju verð á skinnum af tegundablend- ingum milli silfurrefs og blárefs. Til þess að fá auðveldan saman- burð milli skinngerða voru öll skinnverð umreiknuð sem hundr- aðshluti af blárefsverði annars vegar og silfurrefsverði hins veg- ar. Á það er rétt að benda að þau verð sem hér er fjallað um eru alltaf meðalverð hverrar skinn- gerðar, óháð stærð skinna og gæðaflokkum. Þegar skinnaverðin, umreiknuð í þessi hlutföll, eru sett upp í línurit þar sem verð miðað við silfurrefsverð er á lárétta ásnum og verð sem hlutfall af bláref á lóðrétta ásnum fellur verðið á öllum skinngerðum á uppboðinu inn á beina línu á línuritinu. 1. Tafla. Meðalverð á finnskam bláref og blárefsgerðum í fínnsknm mörknm, ásamt verði sem hundraðshluti af bláref og silfurref í Helsinká í janúar 1987. Fjöldi Selt Meðal- Verð í % af Blárefsgerð skinna % verð'* bláref silfurref Blárefur (F)9 ............ 348.522 96 266 100 24 Shadow(F).................. 82.080 95 305 115 28 Hvíturshadow ............... 1.111 100 334 126 31 Gulhv. melrakki ............ 9.176 99 228 86 21 Blárefur (P)« ............. 44.963 99 185 70 17 Shadow (P)................. 14.912 70 215 81 20 Safír....................... 3.205 100 197 74 18 Túndra ..................... 9.380 98 385 145 35 1) finnsk mörk, FIM 2) F = finnskur 3) P = pólskur Línuritið á 1. mynd sýnir röðina á verði allra þeirra skinngerða sem seldar voru á janúaruppboð- inu í Finnlandi 1987. Því lengra upp á við til hægri á myndinni sem skinnin lenda þeim mun verðmæt- ari hafa þau verið. Eins og línuritið sýnir er mjög fljótlega að sjá hvernig gerðir eins og t.d. gullna eyjan og gullrefur koma út í verði miðuð hvort við annað og í samanburði við hvaða skinn önnur sem vera skal. Eins er hægt á augabra^ði að sjá hvaða gerðir af silfurref og bláref hafa náð hæstu verði. Með því að fara í 1., 2. og 3. töflu er auk þess hægt að sjá hvort þær gerðir sem hafa náð háu verði hafa komið fyrir í einhverju magni eða hvort aðeins hefur verið um fá skinn að ræða. Eins sýna töflurnar hvort skinnin hafa öll selst eða aðeins hluti þeirra. Það liggur ljóst fyrir að þessi aðferð við að bera saman verð á refaskinnum ber í sér ákveðna veikleika. Menn geta t.d. fengið 918 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.