Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 32

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 32
þá hugmynd við lauslega skoðun að þær gerðir sem liggja efst til hægri á línuritinu muni verða eftir- sóknarverðar á næstu árum og því eigi að leggja kapp á að framleiða þær. Slík ályktun getur verið vafa- söm eins og gefur að skilja. Þess vegna er rétt að benda á að menn geta dregið sams konar ályktun af tölum yfir verð í töflum en þar þarf að hafa dáltíð meira fyrir því að komast að sömu niðurstöðu. Kostirnir við þessa aðferð eru þeir að hægt er á augabragði að fá yfirlit í grófum dráttum um það verð sem fengist hefur fyrir ein- stakar gerðir af bláref, silfurref og blendingum milli þeirra. Línuritið sem sýnt er á 1. mynd er nýjung að því er best verður séð. Þess vegna er ástæða til að velta því fyrir sér hvort þessi að- ferð hefur upp á verulega kosti að bjóða þegar verið er að kynna skinnaverð á uppboðum. Eins er ástæða til að velta fyrir sér hvort þessi aðferð hefur ekki upp á ákveðna kosti að bjóða fyrir Ieiðbeiningaþjónustuna. Ástæða er til að benda á að í töflunum hefur ekki verið reynt að snúa sumum heitum refaskinna á íslensku enda vantar enn alla málhefð í íslenska loðdýrarækt. Dr. Stefán Aðalsteinsson. 2. Tafla. Meðalverð á finnskum silforref og silfurrefsgerðum í FIM ásamt verði sem hundraðshluti af bláref og silfurref í Helsinki í janúar 1987. Silfurrefsgerð Fjöldi skinna Selt % Meðal- verð, FIM Verð í % af bláref silfurref Silfurrefur . 71.382 100 1086 409 100 Gullrefur . 12.047 94 376 142 35 Arcticmarble 9.777 100 305 115 28 Artic m.cross . 1.605 99 465 175 43 Sun glo 4.697 77 383 144 35 Platína 6.369 87 727 274 67 Platínukrossrefur 664 100 978 368 90 Gullplatína . 2.140 100 743 280 68 Gullrefur m.fire 406 100 354 133 33 Gullkrossrefur . 4.955 100 795 300 73 Krossrefur . 1.757 100 850 320 78 Krossrefurm.fire 51 100 870 327 80 Burgundy 632 99 799 301 74 Amber 899 100 660 248 61 Perla . 1.201 92 754 284 69 Gullperla 246 96 886 333 82 Glacier 18 100 766 288 71 Burgundy marble 13 100 1046 394 96 3. Tafla. Meðalverð á tegundablendingum milli blárefs og silfurrefs í FIM ásamt verði sem hundraðshluti af bláref og silfurref í Helsinki í janúar 1987. Fjöldi Selt Meðal- Verð í % af Blendingur skinna % verð, FIM bláref silfurref Bláhrímnir '* . 71.114 100 666 251 61 Shadow bláhrímnir . 24.606 98 561 213 52 North. light 6.732 99 543 204 50 Norh.light.shad 328 100 872 328 80 Arct.gold.isl 1.930 100 470 177 43 Arct.mar blue . 4.356 99 286 108 26 Platinum blue . 2.287 98 315 118 29 Gullnaeyjan . 38.959 99 523 197 48 Gold.isl.shad . 5.900 81 621 233 57 Fawn light 6.123 82 568 214 52 Fawnb light.shadow . 1.385 54 495 186 46 Safir frost . 3.139 87 565 213 52 Platinapolar 1.614 77 268 101 25 Gullsafír 110 100 1096 413 101 Shad.safirfrost 85 22 568 214 52 1) Bláhrímnir er tillaga að íslensku heiti á blue frost. Hirtir orðnir húsdýr á Bretlandi. Hirtir eru að verða búfé á Bret- landi. Ný hjartabú eru stofnuð þar í hverri viku segir í búnaðarblað- inu Farmers Weekly. Grónir hjartarbændur græða drjúgan skilding á því að selja lífdýr, en einnig er talið borga sig vel að selja hjartardýr til frálags. Talið er að 15 ha af ræktuðu landi fóðri hundrað hjartarkýr. Þá er skepn- unum ætlað 3 til 4 kg af byggi á dag á vetrum. Annað vetrarfóður er vothey, heymeti og steinefni. í heilum skrokkum fæst um 500 kr. ísl. fyrir kílógrammið af hjartarkjöti. Falleg hjartarhorn seljast á um 3.000 kr. og hvert kílógramm af þeim selst á um 400 kr. Af öryggisástæðum eru horn fjarlægð af dýrunum í ágúst eða september. 920 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.