Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 15.11.1987, Blaðsíða 34
Hús Kjötvinnslu Jónasar hf. á Hellu. Fita 1 kjöti bætir gæöi þess Kjötvinnsla Jónasar kynnir starfsemi sína Um miðjan október sl. efndu Kjöt- og matvælavinnsla Jónasar Þórs hf. og veitingahús- ið Þrír frakkar til kynningarkvöldverðar. Þar var kynnt starfsemi Kjöt- vinnslu Jónasar Þórs og gestum boðið til máltíðar þar sem veit- ingahúsið Þrír frakkar bar fram nautasteik frá fyrirtækinu. Kjöt- og matvælavinnsla Jónas- ar Þórs hf. hóf starfsemi sína í ágústmánuði 1981. Það rekur kjötvinnslu á Hellu og dreifingar- stöð á Grensásvegi 12b í Reykjavík. Eigandi fyrirtækisins, Jónas Þór Jónasson, kynnti starfsemi þess og lagði áherslu á að það notaði ein- göngu besta hráefni sem fáanlegt væri, kjötið skal ekki hafa verið fryst og miklar kröfur eru gerðar um hreinlæti og alla meðferð við slátrun, en kjöt kaupir fyrirtækið einkum frá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Það kom fram að Jónas Þór leggur áherslu á að fá þunga og feita nautsskrokka til vinnslu. Til að auðvelda bændum og hvetja þá til að framleiða slíka skrokka hef- ur verið leitað samstarfs við Fóð- urblönduna hf. um að gera svo- kallaða kornköggla sem eru sér- 922 FREYR Frá kynningarsamkvaemi Kjötvinnslu Jónasar og Priggja frakka. Jónas Pór sýnir Andrési Jóhannessyni yfirkjötmatsmanni úrvals nautakjöt. Aö baki Andrésar stendur Matthías Jóhannesson matreiðslumaður og einn af eigendum veitingahússins Priggja frakka. (Ljósm. Ragnar Th.j. staklega samsettir fyrir þessa framleiðslu. Bændum sem leggja inn nautsskrokka sem uppfylla skilyrði um þyngd og fitu er veitt 3.000 kr. viðurkenning, auk þess sem Kjötvinnsla Jónasar Þórs skuldbindur sig til að kaupa kjöt- ið. Að mati Jónasar Þórs eru bestu skrokkarnir þeir sem hafa fituhúð að utan og „marmara“- fitu í vöðvum. í máli sínu rakti Jónas Þór að margs þyrfti að gæta til að há- marksgæði fáist af nautakjöti sem og öðru kjöti. Eftir að bónd- inn lætur gripinn af hendi þarf

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.