Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 10
leyti meö heimafengnu fóöri. Af- gangurinn er kjarnfóður. Telur þú þá að kanínur hafi aðlagast íslenskum aðstæðum eftir þessa reynslu þína? Nei, ekki til fulls, hvað mínar kanínur snertir. Þó hef ég í ræktun minni leitast við það. Þar á ég við að í kanínum eru tvenns konar sjúkdómar, þ.e. annars vegar lungnakvef og hins vegar hnísla- sótt. Lungnakvef varð vandamál hjá mér á tímabili en svo komst ég að því að það fór eftir stofnun hve hraust dýrin voru og ég tók mig til og lógaði öllum dýrum sem voru undan öðrum kynbótakarlinum. Undan hinum eru dýrin hraust. Jafnframt bætti ég loftræstingu í húsinu. í öðru lagi hef ég komist að því að dýrin éta afar mismikið af heyi og grasi. Nú stefni ég að því að rækta upp dýr sem rúma mikið gróffóður, á sama hátt og við ræktun upp vambmiklar kýr sem nýta mikið gróffóður. Það er höfuðatriði í kanínuræktinni að ná niður tilkostnaðinum eins og í öðrum búgreinum og það gerist með því að nota heimafengið fóð- ur. Ég vil taka fram að við eigum nú völ á íslensku kjarnfóðri a.m.k. að þriðjungi úr íslensku hráefni sem Fóðurblandan hf. framleiðir. Það hefur verið sett saman í sam- ráði við mig og aðra kanínu- bændur. Hvemig er félagsskap kanínubænda háttað? Við fjórir sem hófum þessa rækt- un stofnuðum strax félag, Kanínu- ræktarfélagið á Suðurlandi. Það stækkaði þegar kanínubænd’ m fjölgaði og náði um tíma yfir ailt landið. Það var strax ákveðið að halda uppi fræðslu í kanínurækt, því að þekking á henni var nánast engin fyrir í landinu. Guðmundur Jónsson hætt fljótlega störfum hjá Búnaðarfélaginu sem ráðunautur og enginn leiðbeinandi var þá í þessari grein þangað til Ingimar Sveinsson á Hvanneyri var nýlega ráðinn í hlutastarf. Kanínuhúsið við hlið íbúðarhússins í Vorsabœ. (Ljósm. M.E.). Kanínufiðan er flokkuð slrax við klippingu og síðan pokuð eftir gœðaflokkun. (Ljósm. M.E.). undirstaðan. Ég byrjaði strax á því að halda skýrslur um dýrin, þau eru öll merkt, tattóveruð í eyrum, og hvert einasta dýr fært á skrá ásamt afurðum þeirra og af- kvæmum. Ég á skýrslur um hvert einasta dýr sem hefur verið á búinu hjá mér. Hvemig finnst þér afkoma vera í búgreininni eftir þennan fimm ára reynslutíma? Við renndum blint í sjóinn um það hvort hagkvæmt væri að hafa kan- ínur hér á landi. Ég held nú að óhætt sé að slá því föstu að loftslag hér sé, ef eitthvað er, heppilegra en í Þýskalandi og við höfum betra gróffóður heldur en nágrannar okkar, hey og gras. Á sumrin slæ ég í þær svo að segja daglega með orfi og ljá og fóðra þær með nýslegnu grasi og tel að það sé hægt að fóðra þær a.m.k. að hálfu 938 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.