Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 14
Borun að hefjast fyrir heitu vatni á hlaðinu á Húsatóftum á Skeiðum sumarið 1987. (Ljósm. Jón Eir.). Borun lokið. Sjálfrennsli 13 sekúndulítrar af 74°C heitu vatni. (Ljósm. J. Eir.). Bormenn og hitaveitunefnd fagna góðum árangri af borun eftir heitu vatni á Húsatóftum með því að opna kampavínsflösku (Ljósm. Jón Eir.). ákveðið að kann þann möguleika. Ólíklegt er að það sé raunhæfur kostur að jafnaði en gæti komið til greina nú þegar uppskerubrestur er á Norðurlöndunum. Hvemig er verð á kartöflum nú ákveðið? Samkvæmt búvörulögunum frá 1985 er um tvær leiðir að velja. Landssambandið getur falið Sex- mannanefnd að ákveða verðið eða haft verðlagninguna með höndum sjálft. Sl. vor var ákveðið að Landssambandið tæki að sér verð- lagninguna. Það er stefna Landssambands- ins að neytendur njóti góðrar upp- skeru með lægra verði og að verð- ið sé lágt á haustin en hækki þegar líður á veturinn. Það er þá sameiginleg verðlagning í gangi? Það á að vera það en á því er misbrestur vegna ringulreiðarinn- ar. Haustverðið var ákveðið 22 krónur á kg en er nú komið niður í 16 krónur á kg — en það er aðeins hálft verð ef miðað er við þær reglur, sem Sexmannanefnd hefur haft til viðmiðunar. Óvíst er hvort tekst að ná verðinu upp. Það er eftirtektarvert í um- ræðum um verð á kartöflum að margir neytendur telja eðlilegt að framleiðendur allt að því gefi framleiðslu sína, þegar nóg er af henni en sjálfir telja þeir eðlilegt að þeim séu tryggð lágmarkslaun. Þó man ég ekki betur en að verka- menn hafi verið harðir á því á kreppuárunum, þrátt fyrir at- vinnuleysi, að halda sínum lág- markslaunum og ekkert gefið eftir í þeim efnum. Greiðsla sjóðagjalda í kartöflurækt.? Þau skila sér ekki með þessu kerfi sem er nú. Það er aðeins hluti afurðastöðva og verslana sem skila þessum gjöldum. Það var álit haustfundarins að annað hvort yrði að innheimta þessi gjöld með röggsemi eða fella þau niður. 942 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.