Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 15
Þessi slæmu skil bitna líka á Landssambandinu því að hluti rekstrartekna þess kemur þaðan. Það væri illa farið ef Landssam- bandið gæti ekki starfað vegna fjárskorts því að þrátt fyrir allt heldur það uppi merki kartöflu- bænda í landinu. Hvað eru hér margar jarðír? Það er erfitt að nefna fjölda jarða því að það er orðið svo margbýlt á jörðunum, en það eru hér um 50 bændur og íbúafjöldi er nú 228 en hefur heldur farið lækkandi að undanförnu. Auk nautgripa eru hér um 3300 fjár og mjög öflugt sauðfjárrækt- arfélag starfandi. Koddaslagur í Skeiðalaug á Þjóðhátiðardaginn, 17. júní, 1987. (Ljósm. Jón Eir). Hvernig ganga ábúendaskipti hér? Það hafa losnað nokkrar jarðir hér síðustu árin og þær hafa runn- ið út eins og heitar lummur. Hér hefur engin jörð farið í eyði sl. 20 ár. Þar áður fóru tvær jarðir í eyði, en eru nytjaðar, og búseta hér stendur mög föstum fótum. Helstu mál hreppsfélagsins? Stærstu mál hreppsins í oddvitatíð minni eru bygging sundlaugarinn- ar Skeiðalaugar hjá Brautarholti sem var mikið átak á þeim tíma, en hún var viðurkennd sem skóla- mannvirki og ríkissjóður stóð vel við hlut sinn í því mannvirki þann- ig að hreppurinn komst sæmilega yfir það. Núna erum við að endurbyggja og byggja við gamla skólann okk- ar, sem var byggður á einu ári, árið 1933. Þar er grunnskóli sveit- arinnar upp í 12 ára bekk en unglingarnir eru í skóla á Flúðum. I sveitimú er að fínna heitt vatn? Já, það liggur jarðhitabelti eftir sveitinni endilangri og á sumum bæjum eru laugar frá fornu fari svo sem á Reykjum, Húsatóftum og Hlemmiskeiði. Þar hefur verið borað. Svo var borað í Brautar- holti ári 1950 og þar náðist upp töluvert vatn sem notað er fyrir skólann, sundlaugina og byggð þar í kring. Auk þess hafa bændur borað fyrir sjálfa sig á Blesastöð- um og Ósabakka og í fyrra var holan á Blesastöðum borið upp og jafnframt stofnað hitaveitufélag Hreppsmál Nú langar mig að venda minu kvæði í kross og spyija þig um oddvitastörf þín og málefni þessarar sveitar sem efst eru á baugi. Hve lengi hefur þú verið oddviti? Ég lenti í hreppsnefnd árið 1950 og var þá strax kosinn oddviti, 27 ára gamall, Og er það enn svo að „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman". Unnið að hitaveitulögn á Skeiðum það er mál til komið að því linni. sumarið 1987. (Ljósm. Jón Eir.). Þetta er lítil sveit, aðeins 94 ferkílómetrar, en hún er öll grasi vafin og afar heppileg til naut- griparæktar og mjólkurfram- leiðslu enda eru Skeiðin með næstmesta innlegg hreppanna í Flóabúið á sl. ári eða 2,9 millj. lítra. Freyr 943

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.