Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 16
og leitt heitt vatn til 12 bænda á Suður-Skeiðum og í Ólafsvalla- hverfi. Við á Út-Skeiðum, en það eru bæirnir á leiðinni frá Húsatóftum og út að Vörðufelli og þar í kring, höfum lengi haft hug á að fá heitt vatn, annað hvort frá Brautarholti eða Húsatóftum. Það endaði með því að við náðum samningum við bændur á Húsatóftum um að fá að bora í landi þeirra. Þar var svo borað í vor og heppnaðist með ólíkindum því að þar renna nú upp sjálfkrafa um 15 sekúndulítrar af 74°C heitu vatni. Jafnframt var myndað hitaveitufélag sem réðst í það að leggja lagnir nú í sumar. Því er nýlokið, því að 8. október sl. kom heita vatnið inn í hús á þessum bæjum. Þetta er félag þar sem allir hafa sama rétt og sömu skyldur, hvort sem þeir eru nær eða fjær og má t.d. geta þess að tveir bæir eru alveg stakir og alllangar lagnir til þeirra. Annar bærinn er Útverk en þangað er leiðslan þrír km og hin er Álfsstaðir og þangað eru 2,2 km. Leiðslurnar í allt eru 12 km. Nú er svo verið að leggja heitt vatn á tvo bæi frá Hlemmiskeiði og þegar þeir hafa fengið vatnið er aðeins einn bær eftir í sveitinni sem notar ekki heitt vatn frá hita- veitu. En sameiginlega kaldavatnsveitu hafíð þið átt lengi? Já, það hefur víða verið erfitt um vatn hérna frá fornu fari. Áður var notast við brunna og vatnið var misgott, sums staðar leir- blandið, og brunnar vildu þorna í þurrkum. En hér er fjall í sveitinni sem Skeiðabændur eiga að hálfu leyti, Vörðufell, sem ég kalla fjall- ið mitt góða því að það skýlir Vorsabænum þannig að hér er alltaf hlýrra í norðanátt en á næstu bæjum og skafrenningur sneiðir hér fram hjá. En í þessu fjalli er gnægð lindarvatns. Árið 1962 fengum við leyfi til að beisla lind í Framneslandi, mynd- að var félag og vatn leitt á bæi hér á Út-Skeiðunum og í Brautarholt. Þá var Reykjaludnur nýlega far- inn að framleiða plaströr en ekki kominn upp í nema tveggja tommu gildleika á rörum og því ekki gerlegt að leiða vatn fram á Skeiðin. Úr því var bætt árið 1972, en þá var lögð mjög myndarleg leiðsla á þá bæi sem eftir voru þannig að nú eru allir bæir á Skeiðum með sjálfrennandi vatn úr Vörðufelli, annað hvort frá samveitunum eða einkaveitum. Man ég það ekki rétt að hér brunnu útihús fyrir fáum árum og sveitungamir lögðu bóndanum lið við að koma upp nýjum byggingum? Jú, það er rétt að fyrir þremur árum brunnu fjárhús og hlaða á Ósabakka. Þá bundust menn sam- tökum um að hjálpa bóndanum og hann þurfti litlu að kosta til í vinnulaunum við endurbygging- una. Mér er óhætt að segja að hér í sveit hefur alltaf ríkt mikil sam- hjálp og samvinna og það er gömul hefð fyrir því að menn hjálpi hver öðrum við að byggja án þess að ætlast til vinnulauna fyrir. M.E. Fjámögnun og skipulag ... Frh. af bls. 935. Hversu hröð og gagnger breyting á þessari starfsemi er æskileg er hins vegar ætíð álita- mál. Til að fjalla um það skipaði landbún- aðarráðherra nýlega nefnd til að móta hug- myndir um framtíðarskipan leiðbeiningaþjón- ustu fyrir landbúnaðinn. Formaður hennar er Jón Hólm Stefánsson, en aðrir nefndarmenn eru Gunnlaugur A. Júlíusson, Jón Viðar Jón- mundsson, Magnús B. Jónsson og Magnús Sigsteinsson. Þessi nefndarskipan er til vitnis um það að fullur hugur er á að kanna alla möguleika til hagræðingar á núverandi skipulagi þessara mála þannig að mannafli og fjármagn nýtist sem best. Ætla má að í starfi þessarar nefndar verði einnig fjallað um tengsl leiðbeininga- þjónustu við rannsóknarstarfsemi og skóla- kerfi innan atvinnuvegarins. Búnaðarfélag íslands fer með yfirstjórn leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Fyrir nokkru sendu starfsmenn þess stjórn félagsins bréf og buðu fram krafta sína til samstarfs við stjórnina um endurskoðun á starfsemi félags- ins, út frá breyttum aðstæðum, þar á meðal hugsanlega þörfum á fjármögnun starfsem- innar á breiðara grunni en hingað til. Stjórnin tók þessari málaleitan mjög vel og benti á að þetta starf félli að framkvæmd ályktunar 70. Búnaðarþings frá 15. ágúst sl. íslenskur landbúnaður á við mikil vanda- mál að glíma um þessar mundir. Það er engin nýlunda. Núna eigum við hins vegar ýmissa úrkosta völ, sem áður voru ekki til, til að takast á við þau vandamál. Þar ber hæst aukin þekking. Öflun og miðlun hennar er framtíð- arvon íslensks landbúnaðar. m f 944 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.