Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 21
Guðjón Sigurðsson framkvœmdastjóri Fóðurstöðvar Suðurlands við frysti- geymslu stöðvarinnar: ber, en framleiðsla þessara mán- aða er u.þ.b. 40% af ársfram- leiðslunni. Framboð hráefna, svo sem fisks og sláturinnmatar, er ekki í takt við notkunina. Þess vegna hafa fóðurstöðvarnar orðið að koma sér upp birgðum af þessum hráefn- um, þegar framboð er meira en notkunin. Þörfin fyrir birgðahald á hráefnum vex í sama hlutfalli og fjöldi dýra eykst. Margar fóð- urstöðvar búa við alltof lítið geymslupláss fyrir hráefni og sjá fram á miklar fjárfestingar þess vegna á næstu árum. Auk frysting- ar fer súrsun á hráæti vaxandi. Fiskur, selur og sláturúrgangur er hakkaður og sýrður, en þannig geymist hann mjög lengi ef rétt er að farið. Ekki getur súrsun þó komið í stað frystingar, því að ef sýrustig loðdýrafóðurs fer upp fyrir ákveðið mark, bregðast dýrin þannig við, að þau éta minna. Fiskurinn er langmikilvægasta hráefnið sem notað er í loðdýra- fóður. Eins og fyrr segir er það úrgangur fiskverkunarhúsanna sem er notaður. í ár má reikna með að notkunin nemi 10 til 11 þúsund tonnum sem svarar til úr- gangs úr 30. þús. tonnum af Hráefni berst til fóðurstöðvanna úr ýms- um áltum. Ttma tekur að ganga frá því til geymslu. slægðum bolfiski með haus, en það gæti verið ársafli 9-10 skuttog- ara. Á næsta ári er gert ráð fyrir að notkun fiskúrgangs nemi 13— 14 þús. tonnum. Fóðurgerðin. Uppistaðan í loðdýrafóðri er hrá- æti sem er hakkað og flutt í blandara. Þar er bætt út í þurr- efnum og þeim aukaefnum sem notuð eru hverju sinni. Þegar Fiskmóttaka. Fiskur er helsta hráefnið í loðdýrafóðri. Góð aðstaða til móttöku og geymslu á fiskbeinum er nauðsyn í fóð- urstöðvum. réttri blöndun er náð, fer fóðrið í þeytikvörn (fínhakkara) sem auk þess að fínhakka fóðrið þeytir það með þeim árangri að samloðun- in í því stóreykst. Fóður með góðri samloðun nýtist betur, þar sem minna hrynur af því í gegnum búrin og minna verður um fóður- skellur á feldi dýranna. Stærri stöðvarnar aka fóðrinu til bænda í þar til gerðum fóðurtönkum. Fóðrinu er síðan dælt í síló eða Staðsetning fóðurstöðva og framleiðslumagn. Raðað eftir áætluðu framleiðslumagni árið 1987. Nafn. Framleiðsla í tonnum. 1. Fóðurstöðin sf. Dalvík .................................. 3.300 2. Fóðurstöð Suðuriands hf. Selfossi........................ 3.200 3. Melrakki hf. Sauðárkróki................................. 2.700 4. * Loðmundur hf. Egilsstöðum .............................. 1.150 5. * Fóðurstöð Vesturlands hf. Borgamesi ...................... 980 6. Fóðurstöð KASK Höfn Hornafirði............................. 900 7. Eldisfóður hf. Vopnafirði.................................. 820 8. * Æti hf. Raufarhöfn ....................................... 680 9. Fóðurstöð Kaupfélags Þingeyinga Húsavík.................... 680 10. Fóðurstöð Norðurtangans hf. ísafirði....................... 480 11. * Hólmarif hf. Hólmavík..................................... 250 12. * Fóðurstöðin Djúpavogi hf.................................. 125 13. ísfeldursf. Búðardal ...................................... 115 * Þessum fóðurstöðvum hefur verið lokað yfir vetrarmánuðina og bændur notað þurrfóður þann tíma. Útlit er fyrir, að aðeins ein þeirra stöðva loki í vetur. Freyr 949

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.