Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 23
hrjá þær enn. Þekkingu á fóð- urgerð er víða ábótavant, þótt mikið hafi áunnist í þeim efnum. Haldin hafa verið námskeið á veg- um Búnaðarfélags íslands og Sam- bands fóðurframleiðenda fyrir starfsmenn fóðurstöðva, þar sem fjallað hefur verið um fóðurgerð og meðhöndlun hráefna. Einnig hefur verið haldið námskeið, þar sem teknir voru fyrir þættir er lúta að stjórnun og fjármálum fóður- stöðva. Þessi námskeið hafa líkað vel, en betur má ef duga skal. Fylgja þarf þessum námskeiðum eftir með virkum leiðbeiningum og eftirliti úti í fóðurstöðvunum sjálfum. Fóðumefndir. Samband fóðurframleiðenda lagði það til á sínum tíma, að skipaðar yrðu fóðurnefndir á hverju fóð- urstöðvarsvæði, sem hefðu eftir- lits- og ráðgjafarhlutverki að gegna. í þessum nefndum ættu sæti fulltrúar fóðurkaupenda, full- trúar stjórna fóðurstöðvanna og loðdýraræktarráðunautur við- komandi svæðis. Auk þess að fylgjast með því, að fóðrið upp- fyllti þær kröfur sem gerðar eru til þess á hverjum tíma, væri eðlilegt, að nefndin sæi um framkvæmd Matartími á loðdýrabúi. Loödýrabændur eiga mikið undir því að fóðrið sé dýrun- um þóknanlegt. Par sem notaðir eru einangraðir tankar við fóðurflutninginn helst hitastig fóðursins óbreytt á meðan á útkeyrslu stendur. Einangruð fóðursíló á búunum hindra á sama háll að hiti komist í fóðrið á sumrin og að það frjósi á veturna. Einangruð fóðursíló á loðdýrabúum œttu að vera jafn sjálfsögð og mjólkurkœlar á kúabúum. sýnatöku úr hráefnum á lager og tilbúnu fóðri. Sýnin yrðu síðan send í rannsókn og niðurstöðum skilað til hennar. Hugmyndin með slíkum nefndum er ekki að höfuð- setja starfsmenn fóðurstöðvanna, heldur að koma á gagnlegri um- ræðu um fóðurgerð og jákvæðum skoðanaskiptum. Allir þessir aðil- ar hafa sameiginlegt markmið, sem er að stuðla að auknu öryggi í fóðurframleiðslunni. Landsráðunautur. A vegum Búnaðarfélags íslands er starfandi fóðurráðunautur, sem hefur það verkefni m.a. að semja fóðurlista fyrir fóðurstöðvarnar. Hann veitir einnig hvers konar faglega ráðgjöf varðandi fóð- urgerðina og Ieiðbeinir mönnum um meðhöndlun á hráefnum. Fram til þessa hefur þetta hlut- verk aðeins verið metið sem hálft starf, sem er fjarri sanni. Verkefn- in eru óþrjótandi. Þótt stefnan hljóti að vera sú, að auka þekk- ingu manna heima fyrir á fóð- urgerð og auka þar með sjálfstæði þeirra, verður ávallt mikil þörf fyrir Iandsráðunaut. Hann einn hefur heildaryfirsýn yfir það sem gert er eða gera þarf og getur samræmt vinnubrögð manna. Rekstrarstaða fóðurstöðvanna. Uppbygging fóðurstöðvanna hef- ur verið mjög hröð á síðustu árum sem leitt hefur til mikillar fjárfest- ingar í vélum og húsnæði. Fyrir- greiðsla til fóðurstöðva er veruleg, bæði í formi hagstæðra lána og óafturkræfra styrkja. Þrátt fyrir þessa fyrirgreiðslu eru miklir erf- iðleikar í rekstri fóðurstöðvanna sem koma m.a. fram í mjög óhag- stæðri lausafjárstöðu. Erfiðleikarí búgreininni, sérstaklega hjá refa- bændum, bitna fyrst á fóðurstöðv- unum, sem ná ekki að innheimta tekjur sínar. Skapar þetta mikið óöryggi í rekstri stöðvanna. Fjárfestingar í vélum og tækjum hafa verið gerðar með það fyrir augum, að hægt yrði að taka við nýjum búum í viðskipti og að þeir sem fyrir voru gætu stækkað bú sín og þar með aukið viðskipti sín við viðkomandi fóðurstöð. í nokkrum tilfellum gildir hið sama um fjár- festingu í verksmiðjuhúsum. Þessi fjárfesting til framtíðarinnar er núverandi rekstri fóðurstöðvanna afar erfið og gerir hlut fjármagns- Freyr 951

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.