Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 26

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 26
Frá Rannsóknastofnun landbúnaÓarins Rannsóknir og tilraunir í garðyrkju Núverandi staða garðyrkjurannsókna Tilraunir í garðyrkju eru nú einkum gerðar á þremur stöðum, þ.e. Reykjum í Ölfusi, Keldnaholti og á Hvanneyri. Frá árinu 1975 hefur starfað sérfrœðingur í hálfri stöðu á þessu sviði hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og á móti hefur hann starfað í hálfri stöðu hjá Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Gúrkuplöntur í tilraunum með mismunandi mómold. Tilraunagróðurhús var reist á Reykjum árið 1975 og var það fyrst og fremst ætlað til tilrauna með gervilýsingu ýmissa ylræktar- platna. Pær tilraunir annaðist Magnús Ágústsson frá upphafi og lauk þeim árið 1983. Eftir það voru í húsinu tilraunir með ræktun í steinull og vikri. Magnús lét af störfum í árslok 1985 og tók þá undirritaður við starfi hans. Á Rala er annar sérfræðingur, Óli Valur Hansson, í fjórðungs stöðu í garðyrkju og hefur hann haft starfsaðstöðu á tilraunastöð- inni á Korpu. Þar hafa einkum verið gerðar afbrigðatilraunir með kál, rófur, jarðaber og berja- runna. Auk þess fer þar fram varðveisla og fjölgun á hluta þess efniviðar sem safnað var í Alaska haustið 1985. Á Garðyrkjuskólanum fara auk þess fram margvíslegar tilraunir með úti- og innigrænmeti. Mest eru það afbrigðatilraunir er einnig tilraunir með upphitun jarðvegs o.fl. Þar að auki er nú lögð vax- andi áhersla á prófun garðplantna svo sem trjáa, runna, sumarblóma og fjölærra blóma. Á Hvanneyri fara fram á vegum Bændaskólans tilraunir með ýmis konar útigrænmeti og ber, og hef- ur Magnús Óskarsson haft veg og vanda af þeim. Á Keldnaholti fara fram veru- legar þjónusturannsóknir í þágu garðyrkjunnar, og ber þar einkum að nefna jarðvegsefnagreiningar og greiningar á plöntuskaðvöld- um. Auk þess fer þar fram skoðun heilbrigðisvottorða og annað eftir- lit með innflutningi. Sérfræðingur frá Rala, Sigurgeir Ólafsson, er einnig meðlimur í Eiturefnanefnd sem fulltrúi landbúnaðarráðu- neytisins en mörg mál er varða garðyrkjuna koma til hennar kasta. 954 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.