Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 33

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 33
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1986. ÁRSRIT RÆKTUNARFÉLAGS NORÐURLANDS 83. ÁRGANGUR 1986 Út er komið Ársrit Ræktunarfé- lags Norðurlands, 83. árgangur, fyrir árið 1986.Meðal efnis í ritinu er að Jón Viðar Jónmundsson skrifar um Búrekstrarkönnun Ræktunarfélags Norðurlands. Jó- hannes Sigvaldason tilraunastjóri skrifar grein sem nefnist Tvíkím- blöðungar í túnum bænda. Æski- legt er talið að í túnum vaxi ein- kímblöðungur, svo sem grös, en höfundur telur að hlutur tvíkím- blöðunga hafi farið vaxandi í tún- um sl. aldarfjórðung. Bjarni E. Guðleifsson skrifar grein sem nefnist: Um rannsóknir á túnum í Norður-Noregi. Björn Jóhannesson á grein sem nefnist: Áhrif áfoks sjávar á natriuminni- hald gróðurs í túnum. Andrés Arnalds á stærstu grein í ritinu sem nefnist Sumarbeit sauðfjár. Kristinn Hugason skrifar: Um sögu og stöðu hrossaræktar á ís- landi og Gunnar Guðmundsson skrifar grein sem heitir: Ný aðferð til að meta prótein í fóðri jórtur- dýra. Auk þessa efnis eru í ritinu starfsskýrslur Bjarna E. Guðleifs- sonar og Jóhannesar Sigvalda- sonar og fundargerð aðalfundar Ræktunarfélagsins 1986 og árs- reikningar þess. Ársrit Ræktunarfélags Norður- lands 1986 fæst hjá félaginu, síma 96—24477 og kostar kr. 550, send- ingarkostnaður innifalinn. M.E. mjólk á tímabilinu 1. okt. 1986 til 30. sept. 1987 er um 101.623 þús- und lítrar. Sala kindakjöts. Sala kindakjöts í september sl. af framleiðslu 1986 var um 836,4 tonn sem er 351,4 tonnum eða 29,6% minni en í september 1986. Birgðir kindakjöts af framleiðslu 1986 hinn 30. sept. sl. voru um 1.260 tonn sem er um 207,3 tonn- um eða 19,7% meira en á sama tíma árið áður. Sala á nýju kjöti í sept. sl. var 63,2 tonn. Framleiðsla, sala og birgðir nautakjöts. Innlangt nautgripakjöt í septem- ber sl. voru um 286,2 tonn sem er um 144,6 tonnum eða 30,3% minna en árið áður. Sala kinda- kjöts í september var 397,7 tonn sem er 148,5 tonnum eða 59,6% meira en árið áður. Birgðir nautgripakjöts hinn 30. sept. sl. voru 736,5 tonn sem er 571,5 tonnum eða 43,7% minna en árið áður. Ungkálfaslátrun á tímabilinu nóv. 1986 til júlí 1987 nam 9.630 kálfum. Framleiðsla, sala og birgðir svinakjöts. Innlagt svínakjöt í september sl. var 173.4 tonn sem er 3,7 tonnum eða 2,1% minna en í sama mánuði árið áður. Sala á svínakjöti í sept. var 178 tonn sem er 15,2 tonnum eða 9,3% meira en árið áður. Birgðir svínakjöts 30. sept. sl. voru 20,6 tonn sem er 63,9 tonn- um eða 75,0% minna en árið áður. Framleiðsla, sala og birgðir hrossakjöts. Innlagt hrossakjöt í september sl. var um 28 tonn, 29,7% minna en í sept. árið áður. Sala á hrossakjöti í mánuðinum var um 43,8 tonn og birgðir í lok september voru um 38,6 tonn, sem er um 13% minna en árið áður. Freyr 961 „íslenskir búfræðikandidatar“ Til sölu er ritið „íslenskir búfræðikandidatar", 2. útgáfa, með æviágripum rúmlega 360 manna. Kjörin bók til jóla- og tækifærisgjafa. Ritið fæst hjá Matthíasi Eggertssyni og Pétri Þór Jónassyni, síma 91-19200.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.