Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 35
Ólafur E. Stefánsson nautgriparæktarráðunautur Holdanaut til notkunar í landi nú í vetur I 6. hefti Freys á þessu ári (bls. 243—245) skýrði ég frá þeim Hríseyjarnautum að 3. œttlið, sem sœði yrði til úr á Nautastöðinni á Hvanneyri til notkunar við framleiðslu holdablendinga hjá bœndum á þessu ári. Ég gat þess, að þau væru öll á sama ræktunarstigi, þ.e. %1Vi% út af innfluttu Galloway sæði, 6Va,% „Skotar“ (þ.e. naut frá Gunnars- holti, sem voru á Kynbótastöðinni í Laugardælum á sínum tíma), og 6í4% út af hreinum íslenzkum mjólkurkúm. Einblendingar und- an þessum nautum að 3. ættlið og mjólkurkúm nálgast það að vera hálfblendingar (ca. 47% Gallo- way). Af þeim 7 nautum, sem lýst var í greininni í Frey og farið var að taka sæði úr, eru 5 enn í notkun, en tvö þeirra, Tjaldur 84668 og Klerkur 85680, voru tekin úr notkun, þar sem þeim fór ekki eins vel fram og hinum. Fjögur elztu nautin í þessum hópi eru öll undan Plascow Conquest (P.C.) og tveimur kúm, þeim Dröfn 41 og Von 44, tvö undan hvorri. í töflunni, sem fylgir þessari grein, kemur fram, hver þungi þessara nauta var á ýmsum aldri og hvern- ig hin 3 þeirra, sem fallin eru, lögðu sig. Þessi naut, sem eru fremst í töflunni, eru annars vegar þeir albræðurnir, Holdi 83649 og Hnoðri 85676, og hins vegar al- bræðurnir Reynir 83654 og Rúgur 84666. í aftari hluta töflunnar eru sam- svarandi upplýsingar um tvö yngri naut, sem bæði eru synir Burnside Remarkable (B.R.), en hann var annað nautið af tveimur, sem fyrst voru notuð í eynni. B.R. var af þeirri grein Galloway kynsins, sem er svart með hvíta gjörð. (Undan honum var Fetill 77603, sem notaður var í landi, en margir kálfar undan honum voru með gjörð). Ástæðan fyrir því, að þess- ir synir B.R. koma nú fram á sjónarsviðið, er sú, að nokkrir sæðisskammtar úr honum höfðu verið geymdir, en voru síðan not- aðir seinni hluta árs 1984. Farið er að nota sæði úr öðrum þessara hálfbræðra, Borða 85682, og sæð- istaka úr hinum, Mó 85685, er hafin. Mór er undan sömu kú og Reynir og Rúgur, þ.e. Dröfn 41, sem var ein holdsamasta og þroskamesta kýrin, sem fæðzt hef- ur á stöðinni. Hún var felld réttra 6 ára. Vó hún þá á fæti 586 kg og var með 191 cm brjóstmál. Fallið af henni vó 317 kg, og var fallpró- sentan 54,1. í töflunni er sýndur þungi og brjóstmál þessara sex nauta á ýmsum aldri, þ.e. 200 daga (6V2 mán.), 400 daga (13 mán.), 600 daga (tæpra 20 mán.) og réttra 2ja ára. Auk þess eru þar samsvarandi tölur þrjú elztu naut- in við 2V2 árs aldur svo og við slátrun. Ekki er sérlega mikill munur á framför einstakra nauta í þessum hópi og virðist jafnast með aldrinum. Er því hægt að mæla með þeim öllum. Þó hefur Rúgur 84666 vinninginn, fyrst og síðast, og einnig hæsta fallpró- sentu. Rétt þykir að láta fylgja hér stutta lýsingu á þessum sex naut- um, þótt hún hafi áður verið birt af hinum eldri. Holdi 83649. Svartur, mjög vel byggður gripur með breiðan haus, þykka bóga, breitt bak, þó aðeins sigið aftan við bóga, mikla rifja- hvelfingu og djúpan bol, breiðar malir, mikil og djúp læri (jan. ’86). Reynir 83654. Mósóttur með sterklegan haus, mikla, grófa bóga, sæmilega breiðan, dálítið siginn hrygg, sæmilega breiðar malir og vel gerð læri; djúpbyggð- ur (jan. ’86). Rúgur 84666. Mósóttur, þroska- mikill gripur með vel lagaðan haus, beina yfirlínu, sæmilega breiðan hrygg, nokkuð breiðar, vel gerðar malir og fremur djúp læri (jan. ’86). Hnoðri 85676. Svartur með stutt- an haus; jafnholda, langur, vel gerður, stór gripur, og falla bógar vel að bol, sem er í grynnra lagi, malir breiðar, holdmiklar, og læri þykk (nóv. ’87). Notist ekki til framræktunar (stirðleiki í afturfót- um, nóv. ’87). Borði 85682. Svartur með gjörð; Þykkvaxinn, holdsamur gripur með stuttan fíngerðan haus, breiður um bóga og á baki, bolur víður og djúpur, holdgóðar, lítið eitt þaklaga malir, þykk læri (nóv. ’87). Mór 85685. Mógrár með stuttan, sterklegan haus; þykkvaxinn, Freyr 963

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.