Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 7
Laða þarf fólk að leiðbeiningastörfum í landbúnaði í þessu blaði er sagt frá 40 ára afmæli Fram- haldsdeildar, síðar Búvísindadeildar, Bænda- skólands á Hvanneyri. Óhætt er að fullyrða að það var engum meira að þakka en Guð- mundi Jónssyni þáverandi skólastjóra Bænda- skólans á Hvanneyri að deildin var stofnuð. Pað brautryðjendastarf, sem og önnur störf hans á Hvanneyri, mun lengi halda nafni hans á lofti. Segja má að saman hafi farið vöxtur og viðgangur Framhaldsdeilarinnar á Hvanneyri og ráðunautaþjónstu búnaðarsambandanna. Flestir héraðsráðunautar sem komið hafa til starfa sl. 40 ár hafa hlotið menntun sína við Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri. Sú framfarabylgja sem hófst í landbúnaði, sem og öðrum greinum atvinnulífsins, upp úr stríðslokum árið 1945 kallaði á aukna leið- beiningaþjónustu. Þjónusta héraðsráðunauta var eitt af svörunum við því kalli. Frá fyrstu tíð hafa kandidatar frá Hvann- eyri verið dyggir starfsmenn íslensks landbún- aðar. Af einstökum starfsgreinum hafa þeir verið hvað mest áberandi í stétt héraðsráðu- nauta, en margir þeirra hafa einnig haslað sér völl í störfum búfræðikennara og rannsóknar- manna sem og ýmsum þjónustugreinum land- búnaðarins. Töluverður hluti þeirra hefur einnig aflað sér aukinnar menntunar, einkum við erlendar menntastofnanir í landbúnaði. Er þá ógleymdur sá hópur kandídata sem er starfandi bændur þar sem margir þeirra skipa sér í forystusveit íslenskrar bændastéttar. íslenskur landbúnaður hefur ekki átt ein- berri velgengni að fagna undanfarin 40 ár. Náttúran hefur oft verið gjöful en ekki ætíð, á þessu tímabili, og hitt hefur einnig varðað miklu að íslenskur landbúnaður sem og land- búnaður hliðstæðra þjóða, hefur gert betur en að gegna hlutverki sínu. Fað hefur að nokkru leyti komið honum í koll. Landbúnaðurinn hefur gert sjálfan sig að hluta til óþarfan. Fegar eftirspurn er fullnægt, er það sem umfram er baggi á framleiðslugreininni og samfélaginu. Þetta hefur skapað landbúnað- inum þá ímynd að hann sé vandamálaatvinnu- vegur. Á síðustu árum og um þessar mundir hefur verið skortur á fólki til starfa við leiðbeininga- þjónustu í landbúnaði. Sá skortur hefur m.a. verið skýrður með lágum launum og að ráðu- nautar starfi einir í sumum héröðum. Ein skýringin gæti einnig verið að það dragi úr aðsókn í nám sem veitir réttindi til þessara leiðbeiningastarfa hve ímynd landbúnaðarins er tengd vandamálum. Landbúnaðurinn hefur við þessar aðstæður leitað á nýjar brautir í töluverðum mæli á síðustu árum. Þar hefur þurft á öflugri leiðbeiningaþjónustu að halda um leið og haldið hefur verið nauðsynlegri þjónustu við hefðbundnar búgreinar. Um þessar mundir er unnið að endurskoð- un á leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði hér á landi. Sú endurskoðun nær ekki fullum til- gangi sínum nema til reiðu sé mannafli til að gegna þeim stöðum sem nauðsynlegar verða taldar. í þeim efnum horfir ekki vel. Ómann- aðar stöður héraðsráðunauta annars vegar og fáir menn við nám í þessum greinum, einkum erlendis, sýna það. í þeirri miklu umræðu um stöðu landbún- aðar sem í gangi er fer lítið fyrir þessum þætti, þ.e. umræðum um að laða fólk til að mennta sig til þjónustustarfa við landbúnað. Á sama tíma eru atvinnuhorfur í fjölmörgum háskóla- greinum takmarkaðar vegna þess að of margir leggja þær fyrir sig. Útnefning vinnuhóps til að huga að úrræðum í þessum efnum virðist tímabær. c Freyr 975

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.