Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 8
40 ára afmæli Búvísindadeildar á Hvanneyri Rannsóknarhús tekið í notkun Hinn 19. október sl. voru 40 ár liðinfrá því Framhaldsdeild Bœndaskólans á Hvanneyri var sett ífyrsta sinn. Að því tilefni var efnt til samkvæmis á Hvanneyriþar sem jafnframt var tekið í notkun nýtt Rannsóknarhús á staðnum. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Bœndaskólans á Hvanneyri ásaml 4 búfrœðikandidötum úr fyrsta árgangi Framhaldsdeildar á Hvanneyri. Peir eru taldir frá vinstri: Aðalbjörn Benediktsson, Egill Bjarnason, Skafti Benediktsson og Bjarni Arason. (Ljósm. tók M.E.). Athöfnin var tvískipt. Fyrrihluti hennar fór fram í Rannsóknarhús- inu nýja. Sveinn Hallgrímsson skólastjóri stjórnaði samkomunni. Hann nefndi að auk framan- greindra ástæðna væri þriðja til- efnið til að koma saman að þessu sinni en það væri að Guðmundur Jónsson fyrrverandi skólastjóri hefði orðið 85 ára á árinu. Því næst gaf hann Guðmundi orðið. Guðmundur minntist stofnunar framhaldsdeildarinnar, en óhætt er að segja að það var fyrst og síðast verk hans að deildin var stofnuð. Hann þakkaði Bjarna Ásgeirssyni þáverandi landbúnað- arráðherra góðan stuðning við að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd, sem og ríkisstjórn er þá sat að völdum og mynduð var af sömu flokkum og nú skipa hana. Guðmundur rakti fyrstu hug- myndir um framhaldsnám í bú- fræði hér á landi, en þær áttu Torfi Bjarnason skólastjóri í Ólafsdal sem skrifaði um málið í Búnaðar- ritið 1892 og Páll Zóphóníasson sem fjallaði um hugmyndina í er- indi er hann flutti á Búvélasýningu sem haldin var í Reykjavík árið 1921. Guðmundur rifjaði upp þá eftir- væntingu sem ríkti þegar fyrst var auglýst eftir nemendum, hve margir og hvaða nemendur mundu sækja um skólavist. Hann þakkaði þeim nemendum sem ruddu deildinni braut hlut þeirra í uppbyggingu deildarinnar og þeim orðstír sem hún skapaði sér. Jafnframt þakkaði Guðmundur þeim kennurum Bændaskólans á Hvanneyri sem störfuðu þar við stofnun deildarinnar en þeir voru Gunnar Bjarnason, Haukur Jör- undarson og Stefán Jónsson. Af þeim var Gunnar Bjarnason einn viðstaddur athöfnina. Næstur talaði Ríkharð Brynj- ólfsson deildarstjóri Búvísinda- deildar. Meginhluti erindis hans er birt hér í blaðinu. Á eftir honum talaði Folke Rasmussen, fyrrverandi rektor Landbúnaðar- og dýralæknahá- skólans í Kaupmannahöfn. Erindi hans nefndist: Menntun, rann- sóknir og þróun landbúnaðar. Fyrirhugað er að Bændaskólinn á Hvanneyri gefi þessi þrjú erindi út í fjölriti frá skólanum. Að þessum ræðum loknum tók Jón Helgason landbúnaðarráð- herra Rannsóknarhúsið formlega í notkun um leið og hann afjúpaði myndir af tveimur kennurum skól- 976 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.