Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 11
og hagnýtrar reynslu — að hafa til að bera ímyndunarafl, athyglis- gáfu og góða dómgreind. í öðru lagi þarf hann að geta skilgreint og rökstutt kenningar og birt þær í vísindaritum og í þriðja lagi að koma þekkingu sinni á framfæri svo að eftir sé tekið við nema, brottskráða og notendur, m.a. við bændur og aðra í þjóðfélaginu, ekki síst við stjórnmálamenn og forystumenn félaga. Hið síðastnefnda skiptir miklu máli því það er hvetjandi fyrir fræðara og rannsóknamenn að sjá niðurstöður sínar hagnýttar á beinan eða óbeinan hátt í samfé- laginu og í þessu falli í landbúnaði. Það eru einmitt þessi not af fræðslu og rannsóknum sem greiða fyrir nauðsynlegum fjár- veitingum til húsa, rekstrar, góðra vinnuskilyrða fyrir starfsmenn, nema og brottskráða. Menntun kandidata Markmiðið er að mennta kandi- data sem geta leyst þau viðfangs- efni, sem landbúnaðurinn og þjóðfélagið felur þeim. Pess vegna eru kandidatar ekki fyrst og fremst alvitringar heldur menn sem kunna tök á viðfangsefnum. Sagði Rasmussen það skoðun sína að umræða og rannsóknir væru komnar á villigötur þegar almenn- ingur og þó helst bændur virtust telja að æðri menntun og alviska væri eitt og hið sama og því eigi kandidatar jafnan að hafa rétta svarið á reiðum höndum. Ræðumaður taldi að búnaðar- kandidatar ættu vitaskuld á sama hátt og háskólamenntaðir menn í öðrum greinum að geta leyst að- kallandi verkefni. Lausnina ættu þeir að byggja á menntun sinni, sem geri þeim kleift að greina og meta viðfangsefni hverju sinni. Með þeim öru breytingum sem eru á þjóðfélögum nú á tímum þarf sífellt að endurnýja og bæta við þá þekkingu sem brautskráðir hafa aflað sér í skóla. En lokapróf frá æðri menntastofnun á a.m.k. að vera í því fólgið að hinn brautskráði hafi tileinkað sér nýj- ustu þekkingu innan þeirra marka sem námsskrá setur og að hann kunni að nota hana. Hann verður einnig að kunna að notfæra sér rit í sérgrein sinni. Eftirmenntun Oft er það haft á orði að við eigum að mennta kandidata sem geti leyst viðfangsefni jafnt samtímans sem næstu aldamóta. Slíkt er ókleift af þeirri ástæðu að enginn veit nú hver þau viðfangsefni verða um næstu aldamót. Með þetta í huga tel ég menntun bú- fræðikandidata vera mjög góðan grundvöll fyrir ýmiskonar fram- haldsmenntun, e.t.v. sérfræði- menntun og menntun til rannsóknastarfa, sagði Folke Rasmussen. Óbrotin og í hæsta máta hagnýt símenntun er sú menntun er menn afla sér með lestri góðra fagrita jafnframt með því að taka þátt í fundum og ræða mál við starfs- bræður í eigin grein og öðrum. Til þess þurfa menn að hafa aðgang að erlendum sértímaritum og tækifæri til samskipta við aðrar menntastofnanir innlendar og er- lendar. Annað og umsvifameira form eftirmenntunar er það sem menntastofnanir eða félög gangast fyrir heima eða á samnorrænum vettvangi. Má til dæmis um það nefna kerfisbundna menntun norrræna rannsóknara á vegum rannsóknastofnana á Norður- löndum. Ráðherranefnd Norður- landa styrkir þetta starf en fulltrúi íslands í stjórn þeirrar starfsemi er Magnús Jónsson. A síðustu árum hafa verið hald- in allmörg námskeið í þessa veru Frá hátíðarsamkomunni á Hvanneyri. í fremstu röð eru f. v. Sveinbjörn Dugfinnsson, ráðuneytisstjóri, Jón Helgason, landbúnaðarráðherra og Gerður Guðnadóttir, skóla- stjórafrú. Meðal annarra í nœslu röð má sjá Porslein Tómasson, forstjóra Rannsókna stofnunar landbúnaðarins, Sigurgeir Ólafsson, sérfræðing hjá Rala og Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóra. (Ljósm. M.E.). Freyr 979

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.