Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 13
Þess vegna væri svo nauðsynlegt að tryggja öllum bændum og bændaefnum tækifæri til fræðslu og menntunar svo að bústörf njóti virðingar. í því sambandi er það aukaatriði sagði Folke Rasmus- sen, hvort menn hafa æðri menntun eða hagnýta menntun. Aðalatriðið er að hafa menntun og vinna verk sitt vel og af alúð svo að starfið njóti virðingar. Lokaorð Folke Rasmussen vitnaði að lok- um í Ludvig Holberg sem var prófessor, sagnfræðingur og rit- höfundur og fæddist fyrir rúmum þrjú hundruð árum. Holberg hafði, gagnstætt flestum öðrum starfsbræðrum sínum, áhuga á beinum samskiptum háskólakenn- ara og bænda, þar sem hinir fyrr- nefndu gætu Iært af þeim síðar- nefndu hvernig rækta á jörðina, hirða búfé, endurrækta skóga, reisa bæi og vera hagsýnir. Holberg áleit líka að búnaðar- háskóli gæti orðið nauðsynlegt mótvægi við alltof hástemmda og loftkastalakennda háskólakennslu þess tíma. Holberg kenndi okkur einnig gildi þess að koma til dyranna eins og við erum klædd sagði ræðu- maður og ætti það við um menn hér á Hvanneyri. Hann sagði að sér hefði ætið fundist lærdómsríkt og upplífgandi að hitta starfs- bræður sína frá íslandi. Búvísindadeild og Bændaskól- inn á Hvanneyri hefur lagt fram stóran skerf til þess að breiða út þekkingu og gera bændum kleift að njóta hennar. „Pið eigið heims- met í gagnvegum á milli kynningar á þekkingu og hugsanlegrar hag- nýtingar hennar í búskap“, sagði Folke Rasmussen. Folke Rasmussen lét í ljós þá ósk að framhald yrði á þeim sam- skiptum og enn að búnaðarrann- sóknir á Norðurlöndum mættu eflast. Að lokum óskaði hann Bú- vísindadeildinni á Hvanneyri hjartanlega til hamingju með fer- tugsafmælið. J.J.D Við inngang elsla hluta Búnaðarháskólans í Kaupmannahöfn. Guðmundur Jónsson stendur fyrir framan hurðina. (Ljóm. J.J.D.). Frá Ðændaskólanum á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda á vorönn 1988 í Bænda- deild skólans. • Um er að ræða tveggja ára námsbraut (4 annir) að búfræðiprófi. • Lögð er áhersla á almennt búnaðarnám en nemendum gefst kostur á vissri sérhæfingu á síðara námsári í formi valgreina. • Góð aðstaða á heimavist. • Helstu inntökuskilyrði: - Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og fullnægi lágmarkskröfum um einkunn til inngöngu í framhalds- skóla. - Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við landbún- aðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár. • Stúdentar og aðrir þeir sem hugsanlega geta lokið náminu á einu ári eru beðnir að hafa samband við skólann sem fyrst. • Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum send- ist skólanum fyrir 15. janúar nk. • Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93- 71500. • Kennsla á 1. önn hefst 26. jan. 1988. Skólastjóri Freyr 981

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.