Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 14
Ríkharð Brynjólfsson, deildarstjóri Búvisindadeildar á Hvanneyri Búvísindadeild Fortíð — nútíð — framtíð Eftirfarandi erindi flutti Ríkharð Brynjólfsson á 40 ára afmœli Búvísindadeildar Bœndaskólans á Hvanneyri hinn 19. október sl. Erindið er lítilsháttar stytt og birt með leyfi höfundar. Ritst]- Ríkharð Brynjólfsson. Þegar sú ákvörðun var tekin fyrir 40 árum rúmum að hefja kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hefur sjálfsagt mörgum þótt í mikið ráðist og meira af kappi en forsjá. Hvatinn var þó ótvíræður, geipileg þörf landbúnaðarins fyrir að fá starfsmenn til leiðbeininga á miklu breytingaskeiði. í samræmi við það var deildinni sett það mark að mennta leiðbeinendur fyrst og fremst, og námið var því eins hagnýtt og tök voru á. Á þessum árum var mennta- kerfi hér á landi afar frábrugðið því sem síðar varð, menntaskól- arnir voru aðfararnám að háskóla- námi sem þá var embættismanna- skóli. Gagnfræðingar töldust enn mikið menntaðir úti um hinar dreifðu byggðir. í ljósi þessa, og einnig þess að ekki var gerð krafa um stúdents- próf til inngöngu í búnaðarháskóla á Norðurlöndunum, voru inn- tökuskilyrðin í upphafi búfræði- próf með fyrstu einkunn, og það inntökuskilyrði stendur enn. Auknar kröfur. Breyttar aðstæður og áherslur í náminu urðu til þess að smám saman var aukin krafa um undir- búning, sett var á stofn undirbún- ingsdeild sem starfrækt var all- víða, við Menntaskólana á Akur- eyri og Laugarvatni, Kennara- skólann og loks á Hvanneyri. Þetta var eins vetrar nám í tungu- málum og stærðfræði. Þegar raun- greinadeild var sett á stofn við Tækniskóla íslands var undirbún- ingsdeildin lögð niður en nemend- um sem höfðu ekki stúdentspróf vísað þangað til undirbúnings- náms. Inntökuskilyrði nú eru, eins og áður greindi, búfræðipróf með 1. einkunn og raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf af náttúrufræði- eða raungreinasviði, eða annað nám sem metið er jafngilt. Námskrá og uppbygging náms- ins hefur tekið miklum breyting- um frá upphafi. í upphafi var námið tveir vetur með hagnýtu námskeiði milli vetra, en frá 1964 er námið þrír vetur. Námskrá var í fyrstu ekki gefin út. Árið 1972 var það gert í fyrsta sinn og hefur verið svo reglulega síðan. Fyrstu lagaákvæði um Fram- haldsdeildina voru heimildar- ákvæði, en í reglugerðum urðu þau smám saman ákveðnari. Mikil breyting varð árið 1972 þegar henni var settur deildarstjóri, sem var dr. Ólafur R. Dýrmundsson, og árið eftir var nafni deildarinnar breytt í Búvísindadeild. Lög um búvísindadeild. Með lögum um búnaðarfræðslu 1978 er deildin fest í sessi og hún gerð að nokkuð sjálfstæðari deild innan Bændaskólans á Hvanneyri. Hún lýtur sérstakri stjóm, deildarstjórn, sem í sitja fulltrúar kennara af hverju námssviði, skólastjóri, yfirkennari Bænda- deildar og fulltrúar nemenda. Deildarstjórn hefur ekki fjármála- legt vald en hefur umsjón með öllu er að kennslu og rannsóknum lýtur. í lögunum er kveðið á um að Búvísindadeild veiti nemendum sínum fræðslu og vísindalega þjálf- un í búfræði er miðast við það að þeir geti tekið að sér sérfræðistörf fyrir íslenskan landbúnað og unn- ið að rannsóknum í þágu hans. í reglugerð er þetta svo útfært nánar; að skólastarfið í Búvísinda- deild skuli vera við það miðað: — að nemendur öðlist fræðilega og verklega þekkingu á sem flestum sviðum búskapar og geti unnið sjálfstætt. 982 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.