Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 21
Vanhöld á ám voru óvenju mikil. Alls fæddust á búinu 1039 lömb og af þeim fórst 101 lamb til hausts eða 9,7%, sem er of mikið að venju. Undan ám misfórust 76 lömb en 25 voru undan gemling- um. Dauðfædd lömb voru 22, en 11 dóu í fæðingu, 48 lömb dóu fyrir rúning, 16 á fyrsta sólarhring, flest fædd veikburða eða urðu fyrir hnjaski, 2 lömb fengu „vatns- kjaft“ og dóu, 2 lömb dóu úr selenskorti, 4 lömb dóu úr mjólk- ureitrun, 1 lamb úr skitu, 1 úr hungri, 2 af slysum, 5 lömb dóu í skurðum og 15 af óljósum or- sökum. Frá rúningi til haust fund- ust 4 lömb dauð og 16 vantaði á heimtur. Gemlingar. Allar gimbrarnar á búinu voru í tilraun með samanburð á haustrúningi og vetrarrúningi. Peirri tilraun lauk haustið 1987 og hefur hún nú verið gerð endanlega upp. Niðurstöður hennar verða fljótlega birtar í Frey og því ekki gerð nánari grein fyrir afurðum gemlinganna hér. Selt og keypt fé. Búið seldi einn lambhrút en keypti einn hrút veturgamlan og einn lambhrút. Sauðfé sett á vetur. Haustið 1986 var sett á vetur 751 kind, 533 ær, 16 hrútar fullorðnir, 1 snuðrari 15 lambhrútar og 186 gimbrarlömb. Tvær ær fórust fyrir áramót. Vanhöld. Af 759 kindum, sem lifandi voru um áramót 1985—’86, fórust alls 47 kindur eða 6,2%, auk þess sem þremur ám var lógað vegna varna. Alls misfórust 38 ær og 9 gimbrar. Orsakir vanhaldanna voru: Af- velta 9, ofaní 1, eitlabólga 1, fóst- ureitrun 1, burðarerfiðleikar 2, júgurdrep 3, legeitrun 9, doði 1, garnapest 2, vantar á heimtur 9, en aðrar orsakir eru ekki ljósar. Vanhöld á ám voru óvenju mikil. Alls fæddust á búinu 1039 lömb og af þeim fórst 101 lamb til hausts eða 9,7%, sem er of mikið að venju. Undan ám misfórust 76 lömb en 25 voru undan gemling- um. Dauðfædd lömb voru 22, en 11 dóu í fæðingu, 48 lömb dóu fyrir rúning, 16 á fyrsta sólarhring, flest fædd veikburða eða urðu fyrir hnjaski, 2 lömb fengu „vatns- kjaft“ og dóu, 2 lömb dóu úr selenskorti, 4 lömb dóu úr mjólk- ureitrun, 1 lamb úr skitu, 1 úr hungri, 2 af slysum, 5 lömb dóu í skurðum og 15 af óljósum or- sökum. Frá rúningi til haust fund- ust 4 lömb dauð og 16 vantaði á heimtur. Leiðrétting í 19. tbl., bls. 763, hefur slæðst inn rangt ártal í tillögu fram- leiðslunefndar II. í lok 2. liðar stendur: „Óski búnaðarsambönd- in eftir að nota þennan rétt skal það tilkynnt Framlleiðsluráði fyrir 20. sept. 1988.“ Þar á að standa ... fyrir 20. sept. 1987. Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Á allar dráttarvélar frá 15. apríl 1988: • • Oryggishús, öryggisgrind eða veltibogi í „Reglugerð um dráttarvélar og hlífabúnað við aflflutning frá þeim“ nr. 153/ 1986 var gefinn aðlögunartími til 1. janúar 1988 til að gera þessa mikilvægu öryggisráðstöfun. Hann hefur verið framlengdur til 15. apríl. Ákvæðið um öryggishús, öryggis- grind eða veltiboga er sett vegna þess að nær öll dauðaslys, sem orðið hafa við veltu dráttarvéla, urðu þegar vélar án þessa örygg- isbúnaðar ultu. Bíðum ekki slysanna. Komum í veg fyrir þau!

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.