Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 23
að ráðrúm gefist til að efla nýbú- greinar og önnur atvinnutækifæri í dreifbýlinu. Síðari leiðin er vissulega vand- farnari, en aðalfundir Stéttarsam- bandsins hafa mælt með þeirri stefnu. Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins hefur verið myndaður til að gegna lykilhlutverki í framkvæmd síðartöldu stefnunnar. Fyrst og fremst átti hann að stuðla að þróun nýbúgreina með fjárstyrkjum, en til að greiða fyrir samdrætti í hefðbundnu búgrein- unum hefur hann annars vegar greitt bændum fyrir búvörur, sem markaðurinn tekur ekki við, en í öðrum tilvikum greitt þeim, sem framleiðaekki það sem þeir áttu rétt á. Að lítt athuguðu máli sýn- ast svona aðgerðir órökrænar. En þessi sveigjanleiki hefur þó sniðið sárustu broddana af samdráttar- aðgerðum, þar sem þær komu sérlega illa niður. Mistök í framkvæmd. Mistök í framkvæmd framleiðslu- stjórnunar hafa orðið umtalsverð. Verst urðu þau fyrstu, að taka ekki ákveðnar á málum um leið og aðgerðir hófust 1980, þegar bú- mörkin voru lögleidd. Þar var höfuðsyndin hin frjáls- Iega úthlutun búmarka, án þess að önnur væru lögð niður í staðinn. Með því að nota sér þá þróun, sem verður í búskaparferli flestra bænda, að byrja fremur smátt en smá stækka við sig fram um miðj- an aldur en fara síðan að draga saman, hefði ekki þurft að skipa nokkrum bónda að draga saman framleiðsluna nauðugan, en nægt hefði að tefja fyrir fjölgun hjá þeim, sem voru að stækka við sig. Greiðslur fyrir búmörk bænda, sem undirgengust að framleiða ekki um árabil, sem hófust um 1982 eða fyrr, var alltaf mjög vafasöm aðgerð. Mjög margir slíkir sölusamning- ar voru gerðir á því svæði, sem ég þekki allvel til á. Það er mín skoðun, að enginn þeirra sem gerðu slíka samninga hafi gert það vegna þeirra peninga, sem voru í boði, heldur vegna þess að þeir voru að draga saman búskap eða að hætta. Vissulega komu þessar greiðslur sér ágætlega fyrir margt þetta bændafólk, sem oft var að búa um sig á nýjum stað. Þetta var á við lottóvinning, en þetta hefur ekki komið starfandi landbúnað- arfólki til góða á nokkurn hátt. Og það skoplegasta við þessar sölur er, að þeir sem tóku við þeim, eiga búmörkin sín enn, en þeir sem hættu en höfðu ekki vilja til að selja eða þekktu ekki þann mögu- leika hafa tapað sínum fram- leiðslurétti. Þannig er margt í framkvæmd á sölu og leigu búmarks og full- virðisréttar klaufalegt og óréttlátt. Mörg tilbrigði hafa verið reynd, en um það skal ekki orðlengja hér. Peningagildi framleiðsluréttar er óheppilegt. Tilhneiging til að láta framleiðslu- rétt til búvöruframleiðslu öðlast peningagildi er einkennilega ásækin. Fólk virðist í vaxandi mæli tileinka sér þá lífsspeki, að allt sem er einhverjum einhvers virði hljóti að hafa söluverðmæti. Sala á þessum áunna rétti til framleiðslu búvara stangast þó al- veg á við mína rökhyggju og rétt- lætiskennd. Hún er líka í hreinni andstöðu við þau markmið, sem reglur um úthlutun framleiðslu- réttarins miða að, eins og rakið er hér að framan. Þótt gert sé ráð fyrir að búnaðarsamböndin sam- þykki flutning búmarka og full- virðisréttar milli bænda, sem samið hafa um slík skipti sín á milli, fæ ég ekki séð að hægt verði að samþykkja eina umsókn og hafna annarri, nema settar verði um það skýrar reglur, hvaða skil- yrði þurfi að vera fyrir hendi til að slíkt verði leyft. Ég var svo heppinn að rekast á skjalfest álit manns, sem líklegt er að taka megi mark á í þeim efn- um, sem hér hefur verið fjallað um. Frásögn þessi var í fréttabréfi sem barst inn á borð til mín. Maður sá sem ég vitna hér í er Kanadamaður, Glenn Flaten að nafni. Hann er formaður samtaka, sem nefnast Alþjóðasamtök bú- vöruframleiðanda. Hann hefur einnig starfað í innsta hring við stjórnun búvöru- framleiðslu í eigin landi, en þar hefur framleiðsla mjólkur, korns, og margra annarra búvara verið undir stjórnun og framleiðslu- kvótum beitt til að takmarka framleiðslu. Svo hefur verið um nokkur ár. Reynsla Kanadamanna. Glenn Flaten heimsótti ísland í sumar. Sagt er frá heimsókn hans í 22. tbl. Freys þ.á. Hann mætti á fundi nokkurra forustumanna í bændasamtökunum og sagði frá reynslu landsmanna sinna af kvótaskipulaginu. I fyrrnefndu fréttabréfi er eftirfarandi haft eftir honum á þeim fundi: „Það er skoðun mín, að aðal- vandamálið í sambandi við kvóta- kerfin sé, að kvótinn skuli hafa öðlast ákveðið peningagildi, að á hann er litið sem verðmæti í sjálf- um sér. I sumum fylkjum Kanada er leyfð frjáls sala á kvóta milli framleiðenda. Skoðun mín er sú, að kvótinn eigi að vera eign markaðsnefndar- innar í hverju fylki fyrir sig, ekki eign framleiðenda. Dæmi um út í hvað kerfið er komið, er vinnslu- mjólk í fylkjum eins og Quebec, Ontario og British Columbia. Þar er kvóti kýrinnar meira virði en kýrin sjálf. Forsenda þessarar skoðunar minnar er sú, að kvótinn og kvóta- kerfið hafi í för með sér kostnað- arauka og á endanum verði neyt- andinn á einhvern hátt að greiða hann. Ég og margir aðrir teljum, að kvartanir neytenda vegna kostnaðarauka í kjölfar kvótakerf- isins séu réttmætar. Ennfremur leiðir kvótinn af sér óréttlæti. Það gerir m.a. nýjum Frh. á bls. 998. Freyr 991

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.