Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 24
Agnar Guönason Bændaferö til Kanada og Bandaríkjanna 1987 í júlí 1986 kom Helgi Austman og Lilian kona hans frá Gimli hingað til landsins og dvaldi hér nokkrar vikur. Pau sögðu mér frá vœntanlegum hátíðahöldutn á Gimli í tilefni 100 ára afmœlis byggðarinnar. Töldu þau það kjörið tœkifœri, að bœndur og aðrir íslendingar kœmu vestur um haf til að taka þátt í hátíðinni. Á ferð þeirra hjóna um landið, sagði Helgi frá því, að hugsanlega mundi ég fara bændaferð til Kana- da í tilefni hátíðahaldanna. Á miðju ári 1986 var ég kominn með 268 nöfn á blað hjá mér á fólki, sem vildi fá upplýsingar. Var nú farið að skipuleggja ferðina í sam- ráði við Helga. Síðan yfirtók ferðaskrifstofan Víking á Gimli pöntun á gistingu og hópferðabíl- um. í mars 1987, sendi ég öllum sem voru á lista hjá mér, bráða- birgða ferðaáætlun og áætlun um ferðakostnað. Svör bárust frá 110 manns og virtust þeir, sem svör- uðu vera ákveðnir að taka þátt í ferðinni. Þá var ákveðið að miða fjölda þátttakenda við 135 manns og sú varð niðurstaðan. Við vikum frá upphaflegri áætlun, þannig að 92 þátttakendur fóru með áætlunar- flugi til Chicago en 43 fóru með leiguflugi beint á Winnipeg. Magnús Óskarsson kennari á Hvanneyri var fararstjóri minni hópsins ásamt Stefáni Stefánsyni á Gimli, en ég var fararstjóri stærri hópsins ásamt Helga Austman, sem var með í 10 daga. Hér á eftir verður ferðasaga stærri hópsins rakin lítilsháttar. Sögulegum staðreyndum verður sleppt. Lítið minnst á búskapinn eða sögu lands og þjóðar. Hér verður aðallega drepið á þá þætti er snerta mannleg samskipti í bændaferð. Lagt af stað í langferð Þann 29. júlí kl. 16:00 voru allir þátttakendur í bændaferðinni mættir í flugstöðinni á Keflavíkur- flugvelli, flestir í fyrsta sinn í þessu nýja glæsilega húsi. Þarna hittust gamlir kunningjar, sem oft höfðu farið saman í bændaferðir. Af þessum 92 höfðu 60 farið áður í eina eða fleiri bændaferðir. Brottför seinkaði um klukku- tíma. Flestir notuðu þessa stund skynsamlega og fengu sér bjór. Ekkert sérstakt bar til tíðinda á leið okkar vestur um haf. Þarna hitti ég fyrir fyrstu leiðinlegu flug- freyjuna. Margir höfðu orð á því síðar hvað þessu stúlka hefði verið afspyrnu fúl. Það bjargaði mér frá því að æsa mig upp að ég sofnaði og vaknaði ekki fyrr en vélin lenti á O.Hara flugvellinum við Chi- cago. Við lentum þar kl. 18:40 eftir staðartíma, en 23:40 miðað við íslenskan tíma. Ekkert vanda- mál var að komast í gegnum tollinn. Bílarnir sem fluttu okkur á hótelið, biðu fyrir utan. Þetta hót- el, Best Western, var skammt frá flugvellinum og langt frá miðborg- inni. Hótelið var gott og starfs- fólkið elskulegt. Sumir fóru að kanna nágrennið en komust brátt að því sér til mikillar hrellingar að lítið var um verslanir. Lagt upp í ferð norður til Kanada Samkvæmt áætlun var gert ráð fyrir að leggja af stað frá hótelinu kl. 8:00, en þá var fólkið að kom- ast á fætur. Flestir virtust vera nokkuð brattir. Við fengum kaffi og kleinuhringi. f>að kostaði ekki neitt. Bílarnir okkar komu ekki fyrr en kl. 10. Næsti áfangastaður samkvæmt ferðaáætlun var Rice River í Wisconsin. f>ann bæ hafði ég reyndar aldrei fundið á kortinu en aftur á móti annan, sem heitir Rice Lake, enda reyndist það vera bærinn okkar þar sem hótelið var. Við vorum komin í áfangastað kl. um 19:00, þá voru flestir þreyttir. Þetta kvöld var snemma gengið til náða. Ég hringdi í næsta áfanga- stað okkar, sem var Holiday Inn 992 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.