Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 29
fórum við í siglingu eftir Wiscons- in ánni. Það var meiri háttar og allir höfðu gaman af Þó skipstjór- inn bannaði að drekka bjór um borð. Næst heimsóttum við sér- stætt safn, „Húsið á klettinum", þar sá ég og heyrði í mörgum hljómsveitum spila falleg lög án þess að hljóðfæraleikarar kæmu þar nokkuð nærri. Heitt var úti þenna dag, en enn heitara inni í safninu. Þarna voru endalausir gangar og alltaf verið að sjá eitthvað nýtt. Margir voru nær örmagna þegar göngunni um safnið lauk. Sumir höfðu komið sér út um neyðarútganga. Allir lifðu þetta af. Næst var haldið í heimsókn til kúabónda. Hann átti úrvals kýr, meðal ársnyt var rétt um 8000 lítrar af 3,7% feitri mjólk. Sumar kýrnar höfðu komist í um 12.000 lítra nyt yfir árið. Bóndinn fékk sem svaraði 10 kr. á hvern inn- lagðan lítra. Aðallega græddi hann samt á því að selja frjóvguð egg úr kúnum. Nú fóru að berast ískyggilegar fréttir frá Chicago af flóðum, sem þar voru. Bflstjóri sem við hittum sagði að hótelið þar sem við ætt- um að gista væri á kafi í vatni. Það reyndist ekki vera rétt. Næst síðustu nótt okkar á ferð- inni gistum við í bæ, sem heitir Janesville. Þar kvaddi Helgi og Lil okkur. Farið heim frá Chicago Við vorum kominn tiltölulega snemma á hótel okkar í Chicago. Við höfðum gert ráð fyrir að fara skoðunarferð um borgina áður en við létum bflana frá okkur. Bfl- stjórarnir voru tregir til að fara með okkur um borgina og sögðu að sökum flóða væri erfitt að aka inn í miðborg. Svo við létum það gott heita. Daginn eftir leigðum við okkur bfla ásamt leiðsögu- mönnum, sem fóru með okkur um Chicago og sýndu okkur það markverðasta. Á dagskrá bænda- ferðarinnar var samkoma með fé- lögum úr íslandsvinafélaginu í Sœmilega hlýtt var síðasta dag okkar í Chicago, þá þurftu margir að fá sér ts. Böðvar bíður eftir að kona hans fœri honum ísinn, en Helga Pétursdóttir frá Skammbeinsstöð- um er tilbúin í slaginn. Mikið er af háhýsum í miðborg Chicago. Par er hœsta hús veraldar, Sears turninn, hann er 110 hæðir. Pátttakendur í bœndaferðinni fóru með lyftu upp á 103. hœð, það tók álíka tíma og með lyftum í Bændahöllinni að komast frá 1. og upp á 3. hæð. (Ljósm. Fjóla og Agnar). Chicago. Það var kona sem var og trúlega er formaður þessa félags. Hún hringdi í mig skömmu áður en við lögðum upp í ferðina. Það var reyndar kl. 04 eina nóttina. Konan heitir Wendy. Hún talaði mikið um það sem félagið ætlaði að gera og að m.a. væri fyrirhuguð hlutavelta með nokkuð sérstæðu sniði, því miðarnir áttu ekki að kosta neitt. Þar sem ég hafði ekki heyrt meira frá Wendy, taldi ég að þessi samkoma yrði ekki haldin. Þegar ég var í sturtu rétt fyrir fimm þennan sunnudag inni á hótelinu, var bankað á dyrnar. Fyrir utan stóð kona og sagði ekki neitt. Fjóla kallaði á mig ég sá að þarna hlyti Wendy að vera kom- inn. Svo ég sagði „Hei! Wendy“ og hún svaraði „Hei! Agnar“ Svo sagði hún mér að þau væru þrjú komin frá félaginu. Ég sagði henni að nú mundi ég klæða mig og koma fljótt niður í sal. Ég varð að hringja í fólkið mitt upp á her- bergin og biðja það að koma á samkomuna. Flestir held ég að Freyr 997

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.