Alþýðublaðið - 29.12.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1923, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Bæj arst j örnin. ii. Sklpun bæjarstjórnar. <Yarðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin.< Eystainn Ásgrímsson. Bæjarstjórn skipa 16 menn, borgarstjód og 15 bæjaríulltrdar. Er borgarstjóri kosinn sérstak- lega til sex ára, og ræður ein- taldur meiri hluti vali hans við þá kosningu. Áður var hann kosinn af bæjarstjórn, en því var síðar breytt. Hins vegar eru bæjarfulltrúarnir kosnir með hlut- falikosningu annað hvert ár, þriðjungur í senn, svo að jafnan eru fimm í kjöri í einu, nema íérstaklega standi á. Er með þessu móti unt að skifta um menn og stefnur i bæjarstjórn að þriðjungi annað hvert ár og alveg á sex árum. Með kosningafyrirkomulagi bæjartulltrúanna er gert ráð fyrir sem fulikotnnustu Jýðrœði. Almenningl er gerður kostur á þoka þar upp til ráða viija sínum fet tyrir fet, og með hlut- fallskosningunni er beint gert ráð íyrir. að sá vilji komi tram hjá flokkum, er skiftist um bæj- armálin, og hvorum um sig trygð- ur réttur eftir ítökum sfnum hjá almenningi. Það verður tæplega annað sagt en stjórnarfyrirkomulag bæj- arins sé viðunandi ettir atvik- um. Annað mál er hitt, hvort bæjarbúum hefir enn fullkomlega lærst að belta því. Að vísu hefir þegar myndast flokkaskifting um bæjarmálin, en vafasamt er, hvort almenningi er enn þá fullkomlega Ijóst, hvað það er, sem eðlilega skittir mestu máli við þá flokkaskiftingu eftir tíma og ástæðum. Það virðist því ekki úr vegi nú, er bæjarstjórnarkosning er í aðsigi, að athuga nánara, hvað það er, — um hvað baráttan á að snúast og hlýtur að suúast, < ef bæjarbúar eru orðnir nægi- léga þroskaðir fyrir það stjórn- arfyrirkomulag, sem bænum hefir verið skapað, og verður því nokkuð á það iitið í næstu köflam. Maltextpakt frá ölgerð- inni Egill Skallagrímsson er bezt og ódýrast. Skyr og rjómi ódýrast og bezt í mjólkurbúðinni á Laugavegi 49 og Þórsgötu 3. VerkamaðuFlnn, blað jafnaðar- manna á Akureyri, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir um ztjórnmál og atvinnumál. Kemur út einu sinni í viku. Koatar að eins kr. 5,00 um árið. Gferist áskrif- endur á aigreiðslu Alþýðublaðsinc. „Ég veit ekki, til hvers þessir aumingjar eru að fæðastí' ------ (Frh.) Hefði ekki verið betra að meðhöndia ung hjón á einhvern annan hátt, veita þeim styrk til þess, að þau gætu lifað, og gefa þeim þar með kost á að berjast í sjálfstæðisáttina? t>að var ekkert ómögulegt, að mað urinn gæti borgað skuldina sfðar. Það var mestur gróði fyrir sjálf- an hann. Nú. og ef hann hefði ekki getað það, er það eitt vfst, að hann getur það aldrei, úr því að svona var að farið, því að þröngva syona persónufrelsi manna er til þess að drepá allan dug hjá þeim. en að réttá þeim bróðurlegast höndina til hjáipar, sem svona stendur á fyrir, og ráða fram úr með þeim með ráði og dáð — það skilst mér munl vera hyggilegri og mannúðlegri áðferð. Við erum í kristilegum félags- skap, en tökum við annan kirt- ilinn af tveimur að gefa ná- unganum? Gerum við öðrum það eitt, sem við viijum að okkur sé gert? Hvar er nú kristin- dómurinn okkar? Hvar er jafn- aðarmenskan, sem hátt talar á okkar tíma og er í raun og veru sama og kristindómur, ef hún hefir rétta stelnu. (En á það brestur enn sums staðar um of. Bæði hreppsnefnd og maðurinn, sem um er getið, voru f eins konar jafnaðarmannafélagi). Jafnaðarmenskan virðist enn vera HjálparstÖð hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . ,ki. n—12 f. h. Þriðjudagá . . . 5—6 ®. -- Miðvikudaga . . — 3—4 ®. - Föstudaga ... — 5—6 e. - Laugardaga . . — 3—4 ®. - Útbreiðið Aiþýðubiaðið hvar sem þið eruð og hvert sem þlð fariðl Bjarnargreifarnir, « Kvenhatar- inn og Sú þriðja fást í Tjarnar- götu 5 og hjá bóksöluno. hjá sumum hugsjón í loftinu, sem hvergi kemur veruiega fram nema f þvf að fá ekki fært niður sitt eigið kaup. En hún er líka ann- að og meira; hún er mannúðar- stetna, sem vinnur að því, áð öllum lfði sem bezt eða að minsta kosti, að enginn þurfi að líða eára nauð, en við megum ekki kasta skugga á jafnaðarstefnuna, þótt einstökum mönnum í ein-. hverjum félagsskap jafnaðar- manna farist illa, en þess þyrftu ailir að gæta, sem styðja stefn- uná, að vinna ekki í gagnstæða átt. Ég kalla það að vinna f gagn- stæða átt. þegar menn, sem skipa fremstu sæti f félagsskapnum, gerá annað eins og þetta sem hreppsnefndarmenn, gefa flokks- bræðrum sfnum »argvítugt< spark yfir á sveitÍDa, ef þeir þurfa Ift'ls háttar á hjálp þeirra að halda. Því beið hreppsnefndin ekki eftir þvf, að maðurinn borg- aði lánið sjálfur annað hvort af vertíðaraflanum eða síðar meir? Ég vil, að svona sjóðir gefi íengri lánsfrest en aðrir*sjóðir. Það er hættuleg aðferð að hirða ekki um, þótt rótað sé við helgustu tilfinningum manna, jafnvel rífa þær upp með ómannúð og ill- vilja. Mannúðin er komin á svo hátt stig, að það þykir vítaveit að taka egg úr hreiðri, að minsta kosti dýravinum. En þá er einnig víst, að mannvinum þykir hart að slíta börnin frá móðurinni, manninn frá konunni éða yfir höfuð að tala slfta vináttubönd ti! að spara hreppum fé. Eru það ekki hreppsfélögin, sem eiga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.