Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 9

Freyr - 15.06.1992, Blaðsíða 9
12.’92 FREYR 481 Hundahús á Daðastöðum ásamt hlaupagerði. Ég tók þátt í fjárhundakeppni á Nýja-Sjálandi og hef haft hug á að koma slíkri keppni á hér, en það hefur ekki tekist enn sem komið er. Hvernig barst þú þig svo að við innflutning hundanna? Það var Búnaðarfélag íslands sem flutti hundana inn fyrir mig. Ég fékk svo að hafa þá í sóttkví í bílskúr hjá foreldrum mínum í Garðabænum. Petta er árið 1977. Síðan hef ég ræktað þessa hunda, og einu sinni flutt inn hunda eftir það. Hundarnir hafa dreifst víða og margir sem hafa eignast góða hunda frá mér. Það þarf hins vegar ákveðna kunnáttu og vinnulag til að ná út úr þeim því sem í þeim býr. Til að leiðbeina mönnum um þetta gaf Búnaðarfélag íslands út bókina „Fjárhundinn", sem Stefán Aðalsteinsson þýddi. Síðan lét ég útbúa myndband um tamningu og notkun hundanna. Það var tekið upp árið 1990 en kom á markað í fyrra, árið 1991. Það var svo fjöl- faldað og meirihluti allra fjárrækt- arfélaga í landinu hefur eignast það og látið ganga milli félags- manna sinna. Þó finnst mér að íslenskir bænd- ur hafi ekki gripið nógu vel við sér. Draumur minn er að talið verði sjálfsagt að hafa hunda eins og þessa á hverju búi sem er með sauðfé, og hafa þar af þeim full not. Þurfa hundarnir að vera í stöðugri notkun? Nei, það gerir ekkert til þó að þeir séu ekki notaðir langtímum saman. Það er með þá eins og hesta, að þeir gleyma ekki því sem þeir hafa lært. Þeir eru að vísu stirðari, bæði líkamlega og í sam- skiptum, fyrst á eftir að þeir hafa verið hvíldir, en það kemur fljótt. Við hvað nýtast þér hundarnlr mest? Þeir hjálpa mér mikið við lambfé á vorin, raga það til, sleppa og annað slíkt. Síðan nota ég þá ekki mikið yfir sumarið, en það er á haustin sem ég nota þá fyrst og fremst. Þeir fara með mér í göngur og notast þá mikið. En það er ekki síður við allt annað fjárrag á haustin, dagsdaglega, sem þeir koma að gagni. Ég hef ekki girðingar fyrir fé mitt á haustin þannig að það dreif- ist um stórt svæði. Ég reyni þó að ná því saman einu sinni í viku. Það væri ákaflega erfitt ef ég hefði ekki hundana til að hjálpa mér. Hvað getur þú sent hundana langt frá þér? Það er mjög misjafnt eftir að- stæðum. Þeir vinna best ca 500 m til hvorrar handar, en við sérstakar aðstæður getur maður sent þá enn lengra. Ég er með 5-6 hesta sem ég nota á haustin og gæti ekki verið án, en ég nota hundana langtum meira. Kom þér ekkl til hugar að flytja inn geltandi hunda? Jú, en það er töluvert fyrirhafn- arsamt að standa í þessum inn- Pegar fréttamaður Freys kom í heimsókn var féð á fjalli. Gunnar sýndi þá hœfileika hundanna með því að láta þá reka geldneyti.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.