Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1992, Page 31

Freyr - 15.06.1992, Page 31
halda mengun á landinu og í hafinu kringum það í algjöru lágmarki. Höfum þetta í huga, sýnum fyrirhyggju viö allar fram- kvæmdir og umgengni viö landið, bætum hreinleikaímynd landsins og gerum hana aö staðreynd sem við öll getum verið stolt af. Að mörgu þarf að hyggja þegar unnið er að bættri sorphirðu. Val á sorpeyðingarstað er vandaverk. Mikilvægi þess að huga vel að öll- um þáttum verður seint ofmetið. Þeir þættir sem hafa áhrif eru ekki aðeins tæknilegir, heldur verður að taka tillit til umhverfissjónar- miða. Landnotkun, eignarréttur og skipulag eru einnig mikilvægir. Markmið við staðarvalið er að finna stað sem er hagkvæmur og hefur sem minnst áhrif á um- hverfið, almenningur þarf að sætta sig við hann og hann þarf að falla að öllum reglum og takmörk- unum stjórnvalda. Samvinna sveitarfélaga og samvinna við opinbera aðila s.s. Náttúruvernd- arráð, Skipulag ríkisins og Holl- ustuvernd ríkisins eru líka mikil- vægir þættir þegar í upphafi. Eitt af grundvallaratriöum í bættri sorphirðu og þar með lækk- un á kostnaði er að flokka úrgang. Flokkun verður í flestum tilfellum að fara fram þar sem úrgangurinn verður til. Sem dæmi um úrgang sem er til vandræða til sveita í dag má nefna brotamálma, landbúnaðarplast, rafgeyma og önnur spilliefni. Mörg sveitarfélög á lands- byggðinni hafa á síðustu árum staðið fyrir átaki til að losa bændur við ýmiss konar rusl t.d. brota- málma, í flestum tilvikum hafa brotamálmar, bíla- og vélaflök verið flutt til endurvinnslu, oft með umtalsverðum kostnaði. Væntanlega verður á næstunni komið á kerfi í þá veru að skipu- leggja slíkar brotamálma safnanir og jafnframt minnka kostnaö ein- stakra sveitarfélaga. Förgun plastefna Notkun plastefna hefur sífellt færst í aukana á seinni árum. Unniö ei aÖ því crð koma á endui- vinnslu á lúlluplasti og ábuiðai- pokum. Ljósm. Biigii Þóiðaison. Byijum á því að lítaá luslið og geia eitthvað í málinu. Ljósm. Biigii Þóiðaison. Landbúnaður er þar engin und- antekning. Notkun á plastfilmu til að pakka heyi er mjög áberandi í dag. Árið 1991 voru notuðum 700 tonn af þessu plasti hér á landi. Kostir þessarar heyverkunarað- ferðar eru margir. Bændur verða ekki eins háðir veðurfari við heyöflun og áður. Fóðurgæði og geymsluþol heysins geta orðið mikil, sé rétt staðið að verki. Einnig léttir aðferðin bændum heygjöf umtalsvert ef réttri tækni er beitt og plastpakkað rúllu- baggahey er ryklaust svo kvillar af ryki og myglu minnka bæði hjá mönnum og skepnum. Nokkrir ókostir fylgja þó því aö nota plastfilmu s.s. aukinn kostnaður við heyverkun, þótt orku og vinnusparnaður vegi það hugsan- lega upp. Sumum finnst hvítar plastkúlurnar lýti í landslaginu. Þetta er reyndar smekksatriði því öðrum finnst þetta búsældarlegt. Helsti ókosturinn er þó förgun plastsins. í dag er plastinu brennt heima við bæi í opnum eldi sem veldur talsverðri mengun, eða að það er urðað. Sé plastinu ekki fargað fljótlega eftir notkun er hætta á að það berist með veðri og vindum á girðingar og út í náttúr- 19

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.