Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 16
Mikilvœgt að vera sjálfbjarga um sem flest Viðtal við Reyni Guðbjartsson bónda á Kjarlaksvöllum í Saurbœ f Dalasýslu Reynir Guðbjartsson á Kjarlaksvöllum í Dalasýslu er kunnur fyrir hagleik og útsjónar- semi, auk þess sem hann rekur gott bú. Hann kom sér upp fjárhúsum fyrir sáralítinn útlagðan kostnað en hefur eins og aðrir mátt þola mikla skerðingu á framleiðslurétti sínum. Á sl. hausti lagði fréttamaður Freys leið sína til hans til að fræð- ast um þetta og fleira, en byrjaði á að biðja Reyni að segja á sér deili. Ég er fæddur í Sælingsdal í Hvammssveit en fluttist ársgamall í Saurbæinn með foreldrum mínum og 5 ára að Miklagarði þar sem þau bjuggu megnið af sínum búskap. Foreldrar mínir eru Guð- bjartur Jóhannsson, sem er 84 ára og býr enn í Miklagarði hjá dóttur sinni. og Karitas Hannesdóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þau eru bæði upprunnin hér úr Dalasýslu. Skólaganga mín er eins lítil og hún getur verið, ég tók barnapróf 13-14 ára og fór þá að vinna eins og kraftar leyfðu. Kona mín er Helga Björg Sig- urðardóttir og hún er hér frá Kjar- laksvöllum. Foreldrar hennar eru Sigurður Ólafsson og Júlíana Ei- ríksdóttir, sem bjuggu hér allan sinn búskap. Júlíana var auk þess kennari hér í sveitinni í nokkra áratugi. Allmörg síðustu árin kenndi hún hér á Kjarlaksvöllum og hafði hér heimavist fyrir börnin. Þau hjónin byggðu yfir skólann á eigin kostnað og ráku hér skóla fyrir sveitina. Við eigum fimm börn, fjóra syni og eina dóttur. Þrjú af þeim búa hér heima, Úlfar sem er elstur er í stjórnunarstöðu hjá Goða hf. í Reykjavík, Þröstur býr á Akranesi og er matreiðslumaður og á og rekur þar ásamt öðrum veitinga- staðinn Langasand. Sigurður býr hér heima og á og rekur flutninga- Reynir Guðbjartsson. (Freysmynd). bíl og er í búskapnum með okkur. Hugrún, sem er næstyngst, og maður hennar, Guðmundur Gunnarsson úr Kópavogi, hafa byggt sér eigið íbúðarhús hér, sem þau fluttu í árið 1992, og reka hér búskap. Húsinu komu þau upp án þess að taka lán, en byggingin tók nokkur ár. Þau eiga tvo syni, Helga8ára og Tómas5ára. Yngst- ur er svo Bjarki, sem er í búskapn- umm, en hins vegar stundum við öll vinnu utan bús eftir því sem tækifæri gefast. Bjarki t.d. vinnur í Graskögglaverksmiðjunni í Ólafs- dal á sumrin. Þá höfum við unnið allt upp í sex héðan af bænum í sláturtíðinni á haustin í sláturhús- inu á Skriðulandi hér í sveitinni. Það skiptir þá nokkru máli að það sláturhús lifi, tyrir afkomu ykkar? Já, vissulega, hingað til hefur maður að vísu litið á sláturvinnuna sem skylduverk öðrum þræði, en eftir því sem önnur vinna dregst meira saman þá er þetta vinna sem maður vill ekki missa. Nú fer mað- ur að þurfa á henni að halda. Hvenœr flytur þú hingað? É.g kem hingað árið 1954 og þá förum við hjón strax að búa. Um það leyti fóru hér fram fjárskipti vegna mæðiveiki og við hófum okkar búskap með nýjan fjárstofn, og það komu 40 kindur í minn hlut. Tengdaforeldrar mínir fengu eitt- hvað álíka margt fé, þó e.t.v. að- eins fleira. Hér hefur þá eingöngu verið fjárbúskapur? Já, og kýr fyrir heimilið. Meðan skólinn var rekinn hér voru kýrnar nokkuð fleiri. Héðan hefur ekki verið seld mjólk nema rétt fyrstu árin eftir að farið var að flytja mjólk í Borgarnes. Þá var verið að senda héðan nokkra lítra. Þetta er áður en Mjólkurbúið í Búðardal var stofnað. Ég er fyrsti mjólkurbflstjórinn héðan úr Dölum eftir að mjólkur- sala héðan hófst fyrir alvöru og notaði minn eigin bfl. Þá var fyrst verið að senda nokkra lítra frá einstökum bæjum, allt niður í 3-4 lítra í einu. Það voru mestu vand- ræði að láta þessu litlu brúsa standa á pallinum. 8 FREYR - l-Z'94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.