Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 22
bandsríkinu Kanada. Ejjan Ný- fundnaland er jafn stór Islandi en Labrador er þrisvar sinnunr stærra svæði. Nýfundnaland nær frá 47°N til 52°N en Labrador frá 52°N til 60°N, þ.e. töluvert sunnar en Island. Suðuroddi Grænlands er nokkurn veginn á sömu breiddar- gráðu og norðuroddi Labradors. Grani't er ríkjandi bergtegund. Há- lendast er í suður- og vesturhlutum Nýfundnalands þar sem hæstu fjöllin eru nær 900 m há. Strendur eru mjög vogskornar, mikið er um ár og vötn og skógar eru útbreidd- ir, einkum barrskógar. Sögur herma að Bjarni Herjólfs- son hafi, á leið frá Grænlandi, komið að ströndum Labradors og Nýfundnalands skömmu eftir 986. Talið er að Leifur Eiríksson hafi, á svipuðu ferðalagi, fundið bæði Labrador (Markland) og Ný- fundnaland (Vínland) um 1000 og haft búsetu um skeið á L'Anse- aux-Meadows sem er nyrst á Ný- fundnalandi (sjá kort). Pannig fann Islendingur Nýfundnaland og þar með Ameríku nær 500 árum á undan Kristófer Kolumbusi. Sú staðreynd er alþekkt á Nýfundna- landi. íbúarnir, sem eru flestir af breskum uppruna, eru samtals 580.000, þar af aðeins 30.000 í Labrador. Byggð er aðallega í strandhéruðum. sums staðar mjög strjál. Vegakerfið er ágætt en járn- brautir hafa verið lagðar niður. Einnig er haldið uppi góðum sam- göngumásjóogílofti. Höfuðborg- in St. John’s er á stærð við Reykja- vík en í næst stærstu borginni, Corner Brook, búa um 25.000 manns. Nýfundnaland, sem lengi var sjálfsstjórnarnýlenda innan Breska samveldisins, varð fyrir miklum áföllum í heimskreppunni um og upp úr 1930. Efnahagurinn blómstraði í seinni heimsstyrjöld- inni en ekki stóð það góðæri lengi því að ríkissjóður landsins varð gjaldþrota í lok 5. áratugarins. í þjóðaratkvæðagreiðslu snemma árs 1949 var ákveðið með naumum meirihluta, eftir miklar deilur, að Nýfundnaland og Labrador skyldu leggja niður sjálfsstjórn og gerast eitt af fylkjum Kanada. Af viðtöl- um við fólk má ráða að sumir sætta Höfuðstöðvar Leiðbeininga- og rannsóknastofnunar landbúnaðarins í útjaðri höfuðborgarinnar, St. John’s. (Ljósm. Ó.R.D.) Landsráðunauturinn Edward O’Reilly frá St. John’s (t.h.) og héraðsráðu- nauturinn Ben Pungtilan (t.v.) frá Corner Brook á kornakri í Cormack nálœgt Deer Lakeþar sem verið er að rœkta hafra og bygg < tilraunaskyni. Sáð varlO. júní en tnyndin var tekin 27. ágúst. Áhugi er á að endurvekja kornrœkt í landinu. hennar næring og fæðuöryggi. Auk þess héldu hin einstöku fagfélög búvísindamanna sérstaka fundi og flutti ég tvö erindi á vegum Búfjár- ræktarfélags Kanada, hið fyrra um nýtingu fiskimjöls og annarra sjáv- arnytja við búfjárframleiðslu hér á landi, en hið síðara um viðhorf íslensku bændastéttarinnar til GATT samninganna. Seinni vik- una var ferðast þvert yfir Ný- fundnaland og flutt erindi um ís- lenskan landbúnað með áherslu á sauðfjárrækt, nánar tiltekið á tveim fundum með fjárbændum og öðru áhugafólki. Fundirnir voru vel sóttir og ánægjulegir, sá fyrri í Whitbourne austarlega í landinu, skammt frá St. John’s, en sá síðari í Corner Brook sem er vestur undir St. Lawrence flóa um 700 km frá St. John’s (sjá kort). Land og þjóð. Nýfundnaland og Labrador er austasta og yngsta fylkið í Sam- 14 FREYR -1-2 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.