Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 26
Greinaflokkur um hagfræði Inngangur Framtíðin - fjárfestingar - eyðsla Kynning á greinaflokki Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttarsambands bœnda Einhver sagði að erfitt vœri að spá og sérstakiega um framtíðina. Undir það má vissulega taka, en eigi að síður hljóta bœndur á hverjum tíma að velta því fyrir sér hvað sé framundan og hvað hœgt sé að gera til að stuðla að efnalegri velferð á nœstu árum. Umhverfi landbúnaðarins ein- kennist af: 1. Tilraunum til að ná alþjóðasamn- ingum um frjálsari viðskipti milli þjóða, m.a. með landbúnaðar- vörur. (GATT-samningarnir). 2. Þátttöku íslendinga í samningum um hið Evrópska efnahagssvæði, sem er víðtækur samningur um viðskiptagrundvöll og gagnkvæm réttindi aðildarríkja. 3. Brottfall ríkisábyrgðar á mjólk og kindakjöti. 4. Atvinnuleysi og versnandi lífs- kjörum íslendinga, sem skapa þrýsting á að lækka verð á nauð- þurftum. 5. Tilhneiging íslenskra stjórnvalda til að galopna hagkerfið svo ræki- lega að hending ráði hvort hér þrífist atvinnurekstur. Öll þessi atriði benda til þess að bændur þurfi að leggja enn aukna áherslu á hinn hagfræðilega þátt bú- rekstrarins. Laun bænda eru það sem eftir er þegar kostnaður hefur verið greiddur og kostnaði verður því að halda í lágmarki. Með hliðsjón af þessum aðstæð- um hafa Stéttarsamband bænda, Hagþjónusta landbúnaðarins og Bú- tæknideildin á Hvanneyri leitað eftir að í næstu blöðum Freys birtist greinaflokkur um hagfræðileg mál- efni þar sem sérstaklega verður fjall- að um fjárfestingar. Nú kann einhver að spyrja hvort fjárfestingar í landbúnaði séu ekki svo litlar að þetta umfjöllunarefni sé óþarft? Pví er til að svara að út frá upplýs- Þórólfur Sveinsson. ingum um sölu búvéla árin 1984- 1992 og áætluðu meðalverði vél- anna, hefur fjárfesting í þessum vélum að líkindum numið 10 til 11 milljörðum kr. á þessu tímabili, eða yfir milljarði kr. á ári að meðaltali. Þá hafa bændur líklega keypt greiðslumark síðustu tvö ár fyrir 500-600 milljónir kr. Þessar upplýs- ingar, ásamt þeirri staðreynd að j vextir hafa lengst af verið mjög háir | á þessum tíma sannfæra mig um að fræðsla um fjárfestingar sé nauðsyn- leg. Síst ætla ég að hæla öllum hag- fræðingum (og allra síst þeim sem kenna sig við Hagfræðideild Háskólans). Sú hagfræði sem í þess- um greinaflokki verður kynnt á hins vegar að vera aðgengileg fyrir alla. í rauninni er verið að kynna ákveðna hugsun sem aðstoðað getur við að halda útgjöldum í lágmarki, flókn- ara er það nú ekki. Fyrir nokkrum áratugum var starfandi kaupfélag nokkurt á Norð- urlandi. Eitthvað var um að bændur skulduðu þar eins og gengur. Ein- hverju sinni er þessi mál voru til umfjöllunar heyrði ég þá skilgrein- ingu á skuldum bænda að annars vegar væru eyðsluskuldir og hins vegar framkvæmdaskuldir. Eyðslu- skuldir væru óþolandi og sjaldnast til nokkur réttlæting á þessu. Fram- kvæmdaskuldir væru á hinn bóginn eðlilegar, ef framkvæmdin væri við hæfi og skilaði eigandanum tekjum, því að þá hyrfi skuldin af sjálfu sér. Mér finnst þetta einföld og skýr hag- fræði og vona að sá greinaflokkur sem hér birtist, komi einhvers staðar í veg fyrir fjárfestingar sem í raun eru eyðsla. Eftirfarandi greinar verða í þess- um greinaflokki: 1. Verðlagning greiðslumarks. Eft- ir Ernu Bjarnadóttur. 2. Kaup og rekstur búvéla. Eftir Bjarna Guðmundsson og Gísla Sverrisson. 3. Almennt um fjárfestingar. Eftir Gunnar R. Kristjánsson. 4. Rekstrarhagfræði í landbúnaði, nokkur undirstöðuatriði. Eftir Gunnlaug Júlíusson. 5. Gildi og gagnsemi bókhalds. Eft- ir Ernu Bjarnadóttur. 6. Bændur og leiðbeinendur. Eftir Gunnlaug Júlíusson. 18 FREYR -1-2*94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.