Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 28
hvaða stéttir aðrar hafa tekið á sig aðra eins kjaraskerðingu. 77/ við- bótar kemur að bóndi hefur orðið að fœkka fé umtalsvert og þar með tapast ullarinnlegg sem áœtla má varlega upp á um kr.70.000 sem lœkka enn meðallaun á mánuði. Af þessu œtti öllum að vera Ijóst að nú er svo komið að það stefnir í gjaldþrot, fátœkt og örbyrgð hjá fjölda sauðfjárbænda. Pessu til viðbótar lítur út fyrir aukinn innflutning á landbúnaðar- vörum. Það er ekki gott að spá um hvaða áhrif það kann að hafa. það mun reyndar ráðast af því hvernig stjórnvöld hér á landi muni bregð- ast við, munu þau beita jöfnunar- gjöldum til að hafa hemil á inn- flutningi, eða verður íslenskur landbúnaður lagður endanlega í rúst, kannski nánast á einni nóttu. Á sauðfjárbúskapur sér framtíð? Ef augum er beint að sauðfjár- framleiðslunni í ljósi þessarar stöðu sem nú blasir við, vaknar sú grundvallarspurning, hvort sauð- fjárbúskapur á framtíð fyrir sér sem raunhæf atvinnugrein. Ég mundi svara þeirri spurningu á þann hátt að til að svo megi vera þurfi eftirfarandi atriði að koma til: Jöfnunargjöldum verði beitt til hins ýtrasta. Utflutningur á kindakjöti verði raunhæfur valkostur. Gerðar verði nokkrar breyting- ar á búvörusamningi. Sláturleyfishafar verða að standa saman, að öðrum kosti taki bændur sölumálin alfarið í sínar hendur og sláturleyfishafar verði einungis verktakar við slátrun. Nú væri fróðlegt að velta öllum þessum þáttum fyrir sér. En ég mun í þessari grein aðeins fjalla um útflutningsmálin. Það er ekkert nýtt að flutt sé út kindakjöt frá Islandi og hér fyrr á árum fyrir all sæmilegt verð. Þar var um að ræða frosið kjöt og um tíma saltkjöt og stóð sá útflutning- ur fram yfir 1960. Á síðustu árum virtist ekki fást nánast neitt verð fyrir kjötið og var svo komið að það skilaði rétt upp í slátur- og heildsölukostnað, en ekkert upp í skilaverð til bænda og kom það í gegnum útflutningsbætur. Það þurfti því mikla fjármuni frá ríkinu í útflutningsbætur. Með þessu urðu útflutningsbætur það óvin- sælar að þær voru felldar niður í búvörusamningi og urðu Islend- ingar fyrstir Evrópuþjóða til að fella þær niður. Ég leyfi mér að halda því fram að ef fengist hefði sambærilegt verð á þeim tíma sem búvörusamningur var gerður og nú er að fást, hefði aldrei verið samið um að fella þær að öllu leyti niður. Reyndar tel ég að samningamenn bænda hafi samið verulega af sér að gefa þær að öllu leyti eftir og það sést best á því að aðrar þjóðir gera það ekki gagnvart sínum land- búnaði. Mjög eðlilegt hefði verið að að minnsta kosti hefði komið til tímabundinn stuðningur við mark- aðsaðgerðir erlendis. Því er ekki að neita að þarna bera þeir aðilar sem með þessi útflutningsmál fóru mikla ábyrgð og virðast þeir ekki hafa unnið mikið í markaðsmálum með tilliti til að ná góðum verðum, aðeins virðist að menn hafi verið að velta áfram vandamáli vitandi það að útflutningsbætur björguðu málun- um. Það er of langt mál að fara frekar út í fortíðina. Vissulega hafa sumir staðið sig bærilega, en því miður eru mistökin of mörg og stór. Haustið 1992 komu inn á svo- nefnda umsýslusamninga 150-160 tonn af kjöti, sem flutt voru út og þá fékkst verð sem skilaði bændum 150-170 kr. á kg. Þess ber að geta að slátur- og heildsölukostnaður var ekki reiknaður á þetta kjöt nema að hluta. Það leiðir hugann að því að það er orðið tímabært að skilja í sundur raunverulegan slát- urkostnað og heildsölukostnað. Þessu verður að breyta fyrir slátur- tíð haustið 1994. Á liðnu hausti komu um 800-850 tonn á umsýslusamninga og þar til viðbótar eru um 300 tonn á inn- leggsréttinum 100-105%. Þessi 300 tonn verða að fara úr landi til að minnka birgðir hér innanlands. Stóra málið er, hvernig á að standa að þessum málum í framtíð- inni? Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 1993 er haldinn var á Hvanneyri setti ég fram hug- mynd um útflutningsráð, eða út- flutningsnefnd fyrir kindakjöt. Nokkuð var fjallað um málið og samþykkt tillaga um að slíkri nefnd yrði komið á. Utflutningsnefnd var svo sett af Framleiðsluráði á liðnu hausti og er tekin til starfa. Starf- svið og vald þessarar nefndar er ekki komið í það horf sem ég lagði til á liðnu hausti, en kannski nokk- uð í áttina. Ég mun hér skýra nokkuð hug- myndir mínar í hvaða formi ég tel Verksvið útflutningsráðs. * Útflutningsráð verði skipað bœ?idum. * Allir umsýslusamningar bœnda um það kjöt sem til útflutnings kemur verði gerðir við útflutningsráð. * Útflutningsráð gerir samning við samtök sláturleyfishafa um slátur- og geymslukostnað á umsýslukjöti. * Utflutningsráð flytur að öðrujöfnu ekki út kjöt á eigin vegum. Leitar eftir útflutningsaðilum og tekur við öllum hugmyndum um útflutn- ing á kindakjöti. * Útflutningsráð metur þá möguleika sem fyrir hendi eru,kannar viðskiptakjör og annað það sem máli skiptir. Þeir aðilar sem sýna það að þeir hafi raunhœfa sölumöguleika, fá það magn af kjöti sem þeir hafa möguleika til að afsetja, sé þaðfyrir hendi, jafnframt fœr sá aðili tryggingu fyrir því að einhver annar fái ekki kjöt til að niðurbjóða á sama markaðssvœði. * Útflutningsráð sér um að verðjafna til bœnda, þannig að þeir fái sama verð fyrir sama gœðaflokk til útflutnings, hvar sem þeir búa á landinu. * Útflutningsráð hafi yfir því fjármagni að ráða sem œtlað er til markaðsmála erlendis. 20 FREYR -1-2*94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.