Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 32
Dúnþvottavél á markaðinn Frá aðalfundi Æðarrœktarfélags íslands 1993 Aðalfundur Æðarrœkiarfélags íslands var haldinn í Reykjavík 13. nóvember sl., en fundinn sátu rúmlega 80 manns. Formaður félagsins, Davíð Gíslason, greindi frá störfum stjórnar á liðnu starfsári. Auk all- margra stjórnarfunda hélt stjórn félagsins fundi með útflytjendum, auk þess sem formaður sat aðal- fundi þriggja æðarræktardeilda. A árinu hófust viðamiklar rannsókn- ir varðandi lifnaðarhætti æðarfugls og heilbrigði hans, ásamt tilraun- um með mismunandi aðferðir við dúnnýtingu. Þá er jafnframt unnið að lokauppgjöri á þeim tilraunum sem hófust fyrir 10 árum á Vest- fjörðum. Formaður kvað það mik- ið framfaramál að fram færu sem öflugastar tilraunir á þessu sviði. Hann minnti á að trúnaðarmenn veiðistjóra hefðu ekki fengið að nota svefnlyfið fenemal síðastliðin tvö ár og kæmi það sér afar illa, því að víða hefði það sýnt sig nauðsyn- legt við fækkun flugvargs. Þá kynnti hann umræðu þá sem orðið hefur um þvott á æðardún og sagði hann félagið fylgjast af áhuga með þessu máli, sem gæti orðið æðar- bændum mikið hagsmunamál í framtíðinni. Staðan í sölumálum er mikið áhyggjuefni og hefur stjórn félags- ins mikið rætt þau og haft samband við bæði innlenda og erlenda aðila um hugsanlegar aðgerðir. Ljóst væri að ef farið verður út í um- fangsmikið kynningarátak, eins og rætt hefur verið um, þá kostar það óhemju mikla fjármuni sem ekki er fullljóst á þessu stigi hvort tekst að afla, en einskis má láta ófreistað í því efni. Formaður lauk máli sínu með því að tilkynna að Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur hefði verið kjörin heiðursfélagi ÆÍ. Árni Snæbjörnsson, ráðunaut- ur, greindi frá ýmsu úr starfi sínu á liðnu ári. Þar kom m.a. fram að sl. vor var æðarvarpi mjög hagstætt um sunnan- og vestanvert landið, en veðrátta var ekki alveg eins góð fyrir norðan og austan. Því mun ljóst að dúntekja var góð og að sú aukning sem varð á æðarvarpi fyrir nokkrum árum virðist haldast, þannig að dúntekja er nú svipuð frá ári til árs síðustu 2-3 árin. Hann greindi frá þátttöku sinni í tilraun- um þeim sem nú eru komnar af stað varðandi æðarfuglinn, en þær þurfa að standa í nokkur ár áður en niðurstaða fæst. Þá minnti hann á að enn á ný væri búið að leggja fram á Alþingi frumvarpið um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum öðr- um en hvölum og hvatti hann til þess að menn kynntu sér það og koma athugasemdum á framfæri. Hann brýndi fyrir æðarbændum að hreinsa dúninn vel og kvað mikið koma af illa hreinsuðum dún í dúnmat. Hann varaði við þeirri aðferð að taka allan dún um leið og fulldúnað væri, slíkt gæti m.a. skemmt þá ímynd sem dúntekjan hefur og nefndi hann dæmi um álit erlendra aðila á þessari aðferð. Hann lýsti áhyggjum yfir stöðunni í sölumálum og þótt augljóslega væru margir að gera sitt besta í þeim málum, bæði gamalgrónir út- flytjendur og nýir aðilar innan- lands og utan, þá virðist það ekki duga. Örlítil bót í máli væri þó að umtalsverð dúnsala ætti sér nú stað innanlands. Zofonías Þorvaldsson bóndi á Læk í Dýrafirði flutti erindi á fund- inum um dúnþvott. Hann hefur í samvinnu við Iðntæknistofnun hannað og smíðað dúnþvottavél og gert tilraunir með dúnþvott sem nú eru komnar vel á veg. Hann sagði að með þvotti á dún væri verið að vinna að því að flytja út fullunna vöru og flyttist þessa vinnu sem í dúnþvotti fælist inn í landið. Rýrnun á dún við þvott taldi hann u.þ.b. 5-8% og fá þyrfti minnst 15% hærra verð fyrir þveginn dún Frá adalfundi ÆÍ 1993, taldir frá vinstri: Hermann Guðmundsson, Stykkis- hólmi, Daníel Hansen, umsjónarmaður varpsins á Bessastöðum, sr. Baldur Vilhelmsson, sr. Porleigur K. Kristmundsson og Davíð Gíslason, formaður ÆÍ. (Ljósm. Árni Snœbjörnsson). 2k FREYR -1-2*94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.