Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 37
því við Landbúnaðarráðherra í bréfi 24. september að reglugerðarbreyting næði fram að ganga á reglugerð nr. 271/1983 í 17. og 18. grein sem kvæði á um að Félag hrossabænda færi með útflutningsmál bú- greinarinnar og gæfi út útflutningsvott- orð í stað Búnaðarfélags íslands. Eftir samningaviðræður að tilstuðlan Land- búnaðarráðuneytisins var undirritað meðfylgjandi samkomulag 12. desember 1990. Áður höfðu stjórnir Búnaðarfélags Islands og Félags hrossabænda undirritað samkomulag. sem kvað jafnframt á um að Búnaðarfélag Islands „mælti með því við Landbúnaðarráðuneytið og fjárveit- inganefnd að Félag hrossabænda fái fjár- veitingu til þess að ráða útflutningsráðu- naut með sömu kjörum og Búnaðarsam- bönd fá“. Par sem stjórn Búnaðarfélags íslands hefur nú í annað sinn sagt upp gerðu samkomulagi án ástæðna er varða hag búgreinar- innar, óskar Félag hrossabænda eftir því að Landbúnaðarráðherra hlutist til um eftirfarandi er nái fram innan 6 mánaða: 1. Fjárveiting fáist til að ráða útflutningsráðunaut Félags hrossa- bænda með sömu kjörum og Bún- aðarsamböndin ráða ráðunauta. 2. Félagi hrossabænda sé falið að fara með hagsmunamál bú- greinarinnar, sjá um útgáfu upp- runavottorða og annað er lýtur að útflutningi og markaðsmálum. 3. Fagráði greinarinnar sé falið að fara með verkefni búfjárræktar- nefndar í hrossarækt, sbr. 5.gr. laga nr. 84/1989. 7.5. Samskipti við Stéttarsamband bœnda, Framleiðsluráð landbúnaðarins og búgreinafélögin a) Formaður markaðsnefndar F.hrb. Halldór Gunnarsson, var fulltrúi félagsins á Stéttarsam- bandsfundi, sem var haldinn á Hvanneyri 26.-28. ágúst sl.. Þar lagði hann fram skýrslu félagsins sem sagði frá samþykktum síðasta aðalfundar F.hrb. og greindi frá helstu viðfangsefnum. Einniglagði hann fram breytingartillögu við til- lögu um samþykktir fyrir Stéttar- samband bænda, en félagsmálin eru enn í umræðu án árangurs um einföldun. Á fundinum tók hann þátt í nefndarstörfum um verðlags- og lánamál, þar sem einkum var fjallað um málefni Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins. Mikil umfjöllun var um Lífeyris- sjóð bænda, en um síðustu áramót ákvað ríkisstjórnin einhliða að hætta greiðslu mótframlags til bú- greinaframleiðslu utan búvöru- samnings á lífeyrissjóðsgreiðslum. Þetta hækkar hámarksiðgjald 1993 fyrir einstakling úr kr. 38.000 í kr. 95.000 og fyrir hjón í búrekstri úr kr. 76.000 í kr. 190.000. Að beiðni búgreinafélaga leitaði stjórn Stéttarsambands bænda / Lífeyrissjóðs bænda til Lagastofn- unar Háskóla íslands um lögmæti þessa gjörnings. Niðurstaða þess álits, fengið 20. ágúst var „að ekki sé lögmætt að teknar verði út tvær tegundir búvöru sem niðurgreidd- ar eru og mótframlag ríkissjóðs í Lífeyrissjóð bænda bundið við þær.“ Þá var einnig fjallað mikið um forfallaþjónustu bænda, sem F.hrb. hafði sagt sig frá samkvæmt heimild laga um Búnaðarmálasjóð nr. 41 frá 15. maí 1990. Nýlög voru samþykkt nr. 35 frá 29. maí 1992 þar sem fyrri ákvarðanir eru aftur- kallaðar, ný lög gerð óframkvæm- anleg varðandi innheimtu og mis- munum á réttindum og skyldum ákvörðuð með lögum. Samkvæmt nýrri reglugerð um forfallaþjónustu bænda eru fyrri ákvarðanir búgreinafélaga um úrsögn úr forfallaþjónustu ógildar og allir bændur eru þar inni óháð fyrri ákvörðunum. Samkvæmt auglýsingu frá Landbúnaðarráðu- neytinu frá 19. mars 1993 geta bændur sagt sig úr forfallaþjónust- unni, hver og einn, skriflega fyrir 1. maí 1993. Hafi þeir gert það, segja þeir sig frá allri þjónustu og verða þrátt fyrir það að greiða fullt gjald af öðrum afurðum, s.s. sauð- fjár, nautgripa og loðdýra, en þær búgreinar eru nú í forfallaþjónust- unni. Hafi þeir ekki gert það eru þeir eftir sem áður að því er virðist án réttinda vegna fjárvöntunar for- fallaþjónustunnar. Þessi mál eru í uppnámi vegna þessara lagabreytinga og er nú beðið eftir lagasetningu um afnám forfallaþjónustunnar. Einnig var fjallað um önnur mál svo sem breytingar á búvörulögum varðandi innflutning o.fl. b) Formaður markaðsnefndar á sæti í Framleiðsluráði landbúnað- arins og leggur þar fram skýrslur og greinargerðir um markaðsmál- efni félagsins. Ennfremur tekur hann þar þátt í starfi ráðsins, sem er mjög erfitt, því að miklar breyt- ingar ganga nú yfir samfara því að bændur bera sjálfir ábyrgð á mark- aðssetningu afurða sinna og birgðastöðu hverju sinni. Erfið mál hafa komið upp varð- andi sölu afurða og var ákveðið að koma á fót Kjötráði Framleiðslu- ráðs sem fulltrúi F.hrb. á sæti í. Kjötráði er ætlað að vinna að sam- starfi kjötbúgreina og gera tillögu um nýja skipan þessara mála. c) Formaður markaðsnefndar F.hrb. og einn stjórnarmaður mættu á fundum búgreinafélaga í nóvember 1992, 06.04.1993,17.08 og 19.08.1993 þar sem fjallað var um helstu sameiginlegu hags- munamál búgreinanna, einföldun á félagskerfi landbúnaðarins, mál- efni Lífeyrissjóðs bænda, Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, sjóðagjöld landbúnaðarins, for- fallaþjónustuna, félagsaðild að bú- greinafélögum, lækkun virðis- aukaskatts og um útgáfu kjötbók- ar. 7.6. Samskipti við Landbúnaðarráðuneytið og stofnanir þess a) Áður hefur verið vikið að heimild til töku verðskerðingar- gjalds, með breytingu á búvörulög- um. b) Áður hefur verið vikið að málefnum Forfallaþjónustunnar og Lífeyrissjóðs bænda, sem sér- staklega voru rædd við ráðuneytis- stjóra Landbúnaðarráðuneytisins og aðra starfsmenn þess. c) Ákvörðun Landbúnaðarráð- herra, Halldórs Blöndal, um stuðning við F.hrb. í bréfi 24.11.1992 varðandi fjárhags- beiðni til Framleiðnisjóðs land- búnaðarins við þátttöku í Equi- tanasýningunni í Essen. 1-2*94 - FREYR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.