Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 39
Margt leynist í vömbinni Páll A. Pálsson, fv. yfirdýralœknlr Fyrir allmörgum árum var 5-6 vetra kú slátrað á bæ einum í Dýrafirði. Kýrin hafði verið heldur vangæf, fengið átleysisköst og því ekki verið eins gagnsöm og vonast hafði verið til. Þegar sprett var á vömbina til að hleypa út gorinu fannst þar sér- kennilegur klútur úr þunnu gerfiefni að stærð ca 78 x 85 cm. Heimilisfólk- Mynd 1. Skýluklútur eftir 5 ár í œr- vömb. Hvítu kúlurnar eru mýlar úr œrvömb. ið kannaðist strax við klútinn, því kýrin hafði náð í hann þegar hún var kálfur og sást til hennar sporðrenna klútnum. Þessi klútur hefur því legið í vömbinni í nærri fimm ár og má vera að átleysisköstin megi rekja til þessa aðskotahlutar. (Eftir frásögn Jóhannesar Davíðssonar, Hjarðar- dal neðri). Klúturinn sem nú er dökkbrúnn á lit virðist með öllu óskemmdur og vel nothæfur enn sem skýluklútur ef þörf krefði. (Mynd 1). Mýlar (trichobenzoar) sjást öðru hvoru í vömb á kindum og nautgrip- um. Alkunnugt er að nautgripir, einkum kálfar, fá óseðjandi fíkn til að sleikja, naga og gleypa ómeltan- lega hluti. Kálfar eru oft sólgnir í að sleikja hár hver af öðrum, einkum ef Mynd 2. Ullarmýlar úr œrvömb og t.h. hármýlar úr kálfi. þeir fá ekkert eða lítið gróffóður, naga taglhár af hrossum, sleikja jöt- ur o.s.frv. Stundum virðast kálfar taka þennan ávana hver eftir öðrum. Ullarát er velþekkt hjá sauðfé, t.d fannafé og fé sem má þola langar innistöður. Stálpuð lömb, sem höfð eru á húsi með mæðrum sínum, taka stundum upp á þessum ávana. Afleiðing þessara sleikinga og háráts getur orðið sú að hárin vöðlist saman í vömbinni og myndi hár- hnykla eða hárkúlur. Þegar frá líður lileðst utan á þessar kúlur skán úr gorefnum. Smám saman harðnar skánin og fágast vegna sífelldra vambahreyfinga. Stærð þessara svo- kölluðu mýla er misjöfn allt frá kríu- eggsstærð upp í það að vera ámóta og stærsta epli. Oftast eru fáir mýlar Mynd 3. Öngultaumar og tveir þorskönglar úr œrkepp. í vömbinni en geta stundum skipt tugum eins og sjá má á mynd þar sem 20 mýlum er raðað á skýluklút þann sem áður er getið. Mýlar þessir voru tíndir úr vömb vænnrar kindar frá Skógarnesi. Þeir eru að stærð ámóta og hænuegg. Við hlið þeirra má sjá hármýla úr kálfi, sem notaður var í tilraunum á Hvanneyri. (Mynd 2). Þótt undarlegt megi virðast geta kindur og nautgripir gengið með mýla í vömbinni árum saman án þess að það trufli starfsemi vambarinnar eða standi skepnunni fyrir þrifum á neinn hátt. Ef litlir mýlar berast aftur í garn- irnar geta þeir verið hættulegir, jafn- vel lífshættulegir. I sjávarplássum þar sem ýmislegt tengt veiðiskap liggur á glámbekk, sækir sauðfé oft í að naga slíka hluti eða sleikja, ef á þeim eru leifar af sjófangi hvers konar. Getur þá stundum tekist illa til eins og sjá má á mynd 3. Þar eru tveir þorskönglar og samanvöðlaðir öngultaumar sem fundust í kepp úr rígvænni kind frá Eyrarbakka. Frh.ábls.33. 1-2'94 - FREYR 31 flutningsaðila reiðhrossa og útflutn- ingsaðila hrossakjöts til Japan. í þessari skýrslu er reynt að greina frá öllum helstu málum sem stjórn og markaðsnefnd F.hrb. fjallaði um á umræddu starfstímabili. Aðal- fundi F.hrb. 1993 er óskað góðra starfa. í stjórn F.hrb. voru: Einar E. Gíslason, formaður, Þórir Isólfsson, ritari, Birna Hauks- dóttir, gjaldkeri. Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu, Hreinn Magnússon, Leysingjastöðum, og Halldór Gunn- arsson, varaformaður, en á aðal- fundi 11.11.1993 gáfu formaður og varaformaður ekki kost á sér. Berg- ur Pálsson var kosinn formaður og Þórir Isólfsson varaformaður. Markaðsnefnd F.hrb. 1993: Halldór Gunnarsson, formaður, Sigurður Gunnarsson, Arnessýslu, Jósep V. Þorvaldsson, Múlasýslum, Baldvin Kr. Baldvinsson, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Elías Guð- mundsson, V-Húnavatnssýslu, Jón Gíslason, A-Húnavatnssýslu, Ingi- mar Ingimarsson, Skagafirði, Skúli Kristjónsson, Vesturlandi og Guð- mundur Viðarsson, Rangárvalla- sýslu. _ . Fyrir hönd F.hrb. Halldór Gunnarsson Einar E. Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.