Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 47

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 47
Hreinsað til í FAO Valdaskipti, sem lengi hefur verið beðið eftir, hafa nú farið fram í FAO, Matvœla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Er þess vœnst að með þeim verði blásið nýju lífi í þetta risavaxna, alþjóðlega bákn, sem árum sam- an hefur legið undir gagnrýni. Á 27. ráðstefnu FAO, sem haldin var í byrjun nóvember í Róm, reyndi danski landbúnaðarráðherrann Björn Westh að koma á framfæri sjónarmiðum Norðurlanda við væntanlega „tiltekt“ í stofnuninni, eftir 18 ára stjórn Líbanans Edouard Sauma, sem er sakaður um að hafa beitt einræðislegum vinnubrögðum. Á ráðstefnunni var Jacques Diouf, sendiherra Senegals hjá S.Þ. kosinn framkvæmdastjóri eftir Sauma. Norrœnt frumkvœði. Danski landbúnaðarráðherrann sagði á ráðstefnunni að skilyrði fyrir 700 milljón kr. (ísl.) árlegu framlagi Dana til FAO væri að fram færu róttækar endurbætur á starfi stofn- unarinnar. Hann skýrskotaði til til- lagna sem Norðurlandaþjóðirnar hafa lagt fram. til endurbóta á starfs- reglum sjóða á vegum S.Þ. í New York. Úrelt skipulag. FAO er stærsta stofnun S. Þ. og nú á gagngert að breyta úreltum vinnu- brögðum sem þar hafa tíðkast. Dæmi: Nú fara mál sem varða land- búnað, skógrækt og fiskiveiðar í heiminum, og koma til kasta FAO, í gegnum nefndir og ráðsfundi, og annað hvert ár er málum safnað saman á aðalfund sem stendur í þrjár vikur.Þegar FAO var stofnað fyrir 48 árum, var þessi málsmeðferð tal- in eðlileg, en hún er orðin löngu úrelt. Engir stjórnmálamenn eða háttsettir embættismenn gefa sér lengur tíma til að sitja þriggja vikna ráðstefnu. Á það hefur líka verið bent að mörg viðfangsefni FAO skarist við störf annarra stofnana S.Þ. sem reyni að vinna bug á hungri í heimin- um - UNICEF og WHO. Þessi skör- un leiði til þess að enginn telji sig ábyrgan né þurfa að gera neitt í málinu. FAO eigi að leggja meiri áherslu á skipulag og áætlanagerð í stað þess að standa fyrir tilviljana- kenndum og ósamstæðum aðgerð- um í vanþróuðum löndum. Staða yfirmanns FAO er talin ein af hinum valdamestu innan Samein- uðu þjóðanna og er Jack Siouf, nýi framkvæmdastjórinn, talinn hafa margt til brunns að bera til starfsins. Hann er 55 ára og er ekki ókunnugur á Norðurlöndum því hann stundaði nám í Nordisk Landboskole á Fjóni. í atkvæðagreiðslu bar hann sigurorð af Ástralanum Geoffrey Millers með 92 atkvæðum gegn 72. Það var bandalag milli atkvæða Afríku- manna og landa í Suður-Ameríku sem kom Diouf í forstjórastólinn og studdi jafnframt kjör Cíle-búans Rafael Moreno Rojas til varafor- stjóra FAO. Vinnubrögð Saumas. Frambjóðandi frá írlandi, Patric Cunningham, sem er virtur maður innan FAO, fékk bara eitt atkvæði. Financial Times skýrir frá því í grein undir fyrirsögninni „Umhugsunar- efni“, að Cunningham, sem stjórnar þeirri deild FAO sem fjallar um búfjárrækt og heilbrigði húsdýra, hafi fyrir kjör framkvæmdastjóra lagt fram tillögur um endurbætur í stofnuninni. Þetta var í sumar og í ágúst launaði Edouard Sauma for- stjóri Cunningham lambið gráa með því fyrst að svifta hann ferðastyrk og rjúfa þar með tengsl hans við með- limalöndin og því næst að synja hon- um um endurnýjun á ráðningar- samningi hans, sem við eðlilegar að- stæður hefði endurnýjast sjálfkrafa. „Furðuleg aðferð við að undirbúa kosningar“ skrifaði blaðið um vinnubrögð Sauma. Heimild: Landsbladet. efnisins. Hópurinn hittist fyrst 28. október 1993 og eru tveir fundir fyrirhugaðir seinni hluta vetrar en fjórði og jafnframt síðasti fundurinn verður með haustinu. Eftir árið verður metið hvernig til tókst og fræðsluefni og framkvæmd endurskoðuð. NÁMSBÆKUR Bændaskólinn á Hvanneyri hefur á boðstólnum flest- ar bækur sem notaðar eru við kennslu þar. Margar þessara bóka eru ófáaniegar annars staðar og því upp- lagt fyrir þá sem áhuga hafa að kynna sér úrvalið. Kennslubækur í Nautgriparækt, Landnýtingu, Beitar- fræði, Hrossarækt, Búvélahagfræði, Kanínurækt og Heyverkun eru ágætis dæmi. Verði bókanna er mjög í hóf stillt. Áhugasamir hafi samband í síma 93-70000. AÐ LOKUM Hér á undan hafa verið kynnt þau námskeið sem fyrirhuguð eru á tímabilinu febrúar til ágúst 1994. Vonandi finna sem flestir eitthvað við sitt hæfi, en allar ábendingar um ný viðfangsefni eru vel þegnar. Þeir sem áhuga hafa fyrir því að fá bækling með upplýsingum um námskeið á Hvanneyri sendan heim reglulega, eru hvattir til þess að hafa samband við skólann. Athygli er vakin á því ad skráning á öll námskeið fer fram í síma 93-70000 virka daga frá kl 8:20-12:00 og 13:00-17:00. Mikilvœgt er að hafa samband með góðum fyrirvara. Takmarka þarffjölda þátttakenda á mörgum námskeið- um. l-2'94 - FREYR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.